Enski boltinn

Hver er mikilvægastur: Coutinho, Mané eða Firmino? | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Veldu nú þann sem að þér þykir bestur.
Veldu nú þann sem að þér þykir bestur. vísir/afp
Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildinnar í fótbolta eftir 6-1 sigur á Watford á heimavelli sínum í gær. Liverpool er það lið sem er búið að skora flest mörk í deildinni og er það að stærstum hluta þremur mönnum að þakka.

Framherjatríóið Phillippe Coutinho (5 mörk, 5 stoðsendingar), Roberto Firmino (5 mörk, 5 stoðsendingar) og Sadio Mané (6 mörk, 2 stoðsendingar) er búið að fara á kostum á tímabilinu en allir þrír skoruðu í leiknum í gær.

Það skiptir Liverpool engu máli enn sem komið er að liðið er nánast ófært um að halda hreinu en það hefur Liverpol gert aðeins einu sinni á leiktíðinni. Meira að segja í leik eins og í gær þar sem Watford átti varla möguleika tókst gestunum að skora.

Í Match of the Day 2 á BBC í gærkvöldi þar sem leikir sunnudagsins voru gerðir upp spurði Mark Chapman, umsjónarmaður þáttarins, sérfræðinga kvöldsins; Alan Shearer og Danny Murphy, fyrrverandi leikmann Liverpool, hver af þessum þremur framherjum er mikilvægastur fyrir Liverpool-liðið.

Sadio Mané yfirgefur Liverpool í einn mánuð á nýju ári þegar hann fer með Senegal í Afríkukeppnina en að mati Danny Murphy mun styttri fjarverja einhvers úr tríóinu ekki trufla Liverpool of mikið.

„Það mun ekki hafa of mikil áhrif á Liverpool til skemmri tíma því liðið fær mörk úr öllum áttum,“ sagði Murphy. Níu leikmenn eru búnir að skora fyrir Liverpool á leiktíðinni sem er mesti fjöldi í deildinni.

„Coutinho er fyrir mér maðurinn sem getur unnið stóru leikina. Hann skorar falleg mörk og hefur auga fyrir fallegum sendingum. Hann hefur líka bætt inn leik og fært hann upp á næsta þrep,“ sagði Murphy.

„Við skulum ekki gleyma því að Liverpool er með Daniel Sturridge og Divock Origi hungraða á bekknum. Sturridge sýndi okkur gegn Watford hvað hann getur. Liverpool er möguleika allstaðar í sóknarleiknum,“ sagði Danny Murphy.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×