Samábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór-höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverfisins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kynslóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og baráttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgarmarkanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór-höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverfisins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kynslóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og baráttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgarmarkanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. nóvember.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun