Enski boltinn

Sagt upp eftir 22 daga vegna skuldarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emmanuel Eboue.
Emmanuel Eboue. Vísir/Getty
Emmanuel Eboue entist í aðeins 22 daga hjá Sunderland en félagið hefur sagt upp samningi hans eftir að hann var dæmdur í eins árs bann hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA.

Sjá einnig: Dæmdur í eins árs bann þar sem hann skuldar umboðsmanni

Eins og fram kom í morgun var Eboue dæmdur í bann fyrir að gera ekki upp skuld við umboðsmann sem er frá því í júlí 2013.

Eboue kom til Sunderland þann 9. mars en hann var þá án félags. Í tilkynningu frá félaginu í dag var fullyrt að Eboue hafi ekki greint forráðamönnum Sunderland frá þessu máli. Hann náði ekki að spila með Sunderland á þeim 22 dögum sem hann var hjá félaginu.

Eboue hefur nú tvær vikur til að áfrýja úrskurði FIFA en hann hefur áður farið með mál sitt fyrir íþróttadómstólinn í Lausann [e. CAS] en því var hafnað þar.

Upphæðin sem Eboue skuldar umboðsmanninum Sebastian Boisseau hefur ekki verið uppgefin en hann var sektaður í september 2014 vegna málsins en greiddi ekki heldur sektina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×