Spurs sló eitt met Bulls og Warriors nálgast enn stóra met Bulls Tómas þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 07:30 Golden State vann Utah Jazz, 103-96, eftir framlengingu þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en eins og svo oft áður var það Stephen Curry sem var stjarna sýningarnnar. Þegar Golden State var undir í fjórða leikhluta fór hann fyrir endurkomunni og skoraði svo sex stig í röð í framlengingunni sem gestirnir unnu með sjö stigum, 14-7. Curry skoraði í heildina 31 stig í nótt, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en hann hitti úr fimm af tíu þriggja stiga skotum sínum. Klay Thompson var með 18 stig en hann hitti úr þremur af átta fyrir utan línuna. Meistararnir eru nú búnir að vinna 68 leiki og þurfa fimm sigra í síðustu sjö leikjum sínum til að bæta met besta NBA-liðs frá upphafi; Chicago Bulls frá 1995/1996. Það lið vann 72 leiki og tapaði 10 í deildarkeppninni áður en það varð svo meistari.Manu Ginobili átti flottan leik í nótt.vísir/gettyÞað sama Chicago-lið átti metið yfir flesta heimasigra í röð í deildarkeppninni þar til í nótt eða 37 í röð. San Antonio Spurs gerði betur og vann 38. heimaleikinn í röð í nótt þegar liðið lagði New Orleans Pelicans, 100-92. Argentínski ofurmaðurinn Manu Ginobili kom sterkur inn af bekknum og var stigahæstur allra á vellinum með 20 stig á 24 mínútum. Hann hitti úr fimm af sex þriggja stiga skotum sínum. Kawhi Leonard (16 stig, 6 fráköst, 4 stoðs.) og Danny Green (16 stig, 4 fráköst) voru bestir byrjunarliðsmanna í enn einu liðsframtaki San Antonio. Í spilaranum hér að ofan má sjá eina laglega troðslu frá LaMarus Aldridge fyrir Spurs í nótt.Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - Atlanta Hawks 105-97 Memphis Grizzliez - Denver Nuggets 105-109 Milwaukee Bucks - Phoenix Suns 105-94 Minnesota Timberwolves - LA Clippers 79-99 Dallas Mavericks - NY Knicks 91-89 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 100-92 Utah Jazz - Golden State Warriors 96-103 Sacramento Kings - Washington Wizards 120-111 LA Lakers - Miami Heat 102-100 NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Golden State vann Utah Jazz, 103-96, eftir framlengingu þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en eins og svo oft áður var það Stephen Curry sem var stjarna sýningarnnar. Þegar Golden State var undir í fjórða leikhluta fór hann fyrir endurkomunni og skoraði svo sex stig í röð í framlengingunni sem gestirnir unnu með sjö stigum, 14-7. Curry skoraði í heildina 31 stig í nótt, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en hann hitti úr fimm af tíu þriggja stiga skotum sínum. Klay Thompson var með 18 stig en hann hitti úr þremur af átta fyrir utan línuna. Meistararnir eru nú búnir að vinna 68 leiki og þurfa fimm sigra í síðustu sjö leikjum sínum til að bæta met besta NBA-liðs frá upphafi; Chicago Bulls frá 1995/1996. Það lið vann 72 leiki og tapaði 10 í deildarkeppninni áður en það varð svo meistari.Manu Ginobili átti flottan leik í nótt.vísir/gettyÞað sama Chicago-lið átti metið yfir flesta heimasigra í röð í deildarkeppninni þar til í nótt eða 37 í röð. San Antonio Spurs gerði betur og vann 38. heimaleikinn í röð í nótt þegar liðið lagði New Orleans Pelicans, 100-92. Argentínski ofurmaðurinn Manu Ginobili kom sterkur inn af bekknum og var stigahæstur allra á vellinum með 20 stig á 24 mínútum. Hann hitti úr fimm af sex þriggja stiga skotum sínum. Kawhi Leonard (16 stig, 6 fráköst, 4 stoðs.) og Danny Green (16 stig, 4 fráköst) voru bestir byrjunarliðsmanna í enn einu liðsframtaki San Antonio. Í spilaranum hér að ofan má sjá eina laglega troðslu frá LaMarus Aldridge fyrir Spurs í nótt.Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - Atlanta Hawks 105-97 Memphis Grizzliez - Denver Nuggets 105-109 Milwaukee Bucks - Phoenix Suns 105-94 Minnesota Timberwolves - LA Clippers 79-99 Dallas Mavericks - NY Knicks 91-89 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 100-92 Utah Jazz - Golden State Warriors 96-103 Sacramento Kings - Washington Wizards 120-111 LA Lakers - Miami Heat 102-100
NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira