Samningslaus í eitt ár – hvernig má það vera? Þórður Á. Hjaltested skrifar 28. október 2016 00:00 Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta á röksemdir samninganefndar FT. Einkum verða sveitarfélögin að taka tillit til þeirrar stöðu sem skapaðist við hrunið árið 2008 og að í kjölfar þess var FT samningslaust um langa hríð. Segja má að FT hafi misst úr eina samningagerð í samanburði við viðmiðunarhópa á þessum tíma. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn FT hafa dregist aftur úr samanburðarhópum. FT reyndi að fá þetta lagfært með verkfallsaðgerðum haustið 2014 en tókst ekki að fullu. Nú er fjárhagsleg staða sveitarfélaga betri og allar líkur á að hún verði áfram batnandi. Því ætti að vera hægt að semja um hærri laun við félagsmenn FT. Krafan er að laun tónlistarskólakennara verði leiðrétt þegar í stað og þau verði í takt við laun annarra kennara í landinu. Í þessu sambandi þurfa launagreiðendur að hafa í huga að lág laun kennara eru ekki einkamál þeirra. Nú er svo komið að unga fólkið velur ekki nám til kennsluréttinda. Verði ekkert að gert blasir við kennaraskortur í landinu að fáum árum liðnum. Hinn raunverulegi vandi liggur í því að á sama tíma og yfirvöld marka sér hástemmda stefnu í menntamálum fylgir henni aldrei nægjanlegt fjármagn. Tónlistarskólarnir hafa um langt árabil búið við fjárskort. Það er því risavaxið verkefni sem blasir við í dag – verkefni sem er krefjandi og felur ekki í sér neinar töfralausnir. Það þarf einfaldlega að setja meiri fjármuni í tónlistarskólana og hefjast þegar í stað handa við að leiðrétta kjör kennara og stjórnenda og ljúka gerð kjarasamnings við FT. Heilt ár án kjarasamnings er meira en góðu hófi gegnir. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn og viðsemjendur KÍ (FT) standi með tónlistarskólunum og því metnaðarfulla og gjöfula starfi sem þar fer fram á hverjum degi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta á röksemdir samninganefndar FT. Einkum verða sveitarfélögin að taka tillit til þeirrar stöðu sem skapaðist við hrunið árið 2008 og að í kjölfar þess var FT samningslaust um langa hríð. Segja má að FT hafi misst úr eina samningagerð í samanburði við viðmiðunarhópa á þessum tíma. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn FT hafa dregist aftur úr samanburðarhópum. FT reyndi að fá þetta lagfært með verkfallsaðgerðum haustið 2014 en tókst ekki að fullu. Nú er fjárhagsleg staða sveitarfélaga betri og allar líkur á að hún verði áfram batnandi. Því ætti að vera hægt að semja um hærri laun við félagsmenn FT. Krafan er að laun tónlistarskólakennara verði leiðrétt þegar í stað og þau verði í takt við laun annarra kennara í landinu. Í þessu sambandi þurfa launagreiðendur að hafa í huga að lág laun kennara eru ekki einkamál þeirra. Nú er svo komið að unga fólkið velur ekki nám til kennsluréttinda. Verði ekkert að gert blasir við kennaraskortur í landinu að fáum árum liðnum. Hinn raunverulegi vandi liggur í því að á sama tíma og yfirvöld marka sér hástemmda stefnu í menntamálum fylgir henni aldrei nægjanlegt fjármagn. Tónlistarskólarnir hafa um langt árabil búið við fjárskort. Það er því risavaxið verkefni sem blasir við í dag – verkefni sem er krefjandi og felur ekki í sér neinar töfralausnir. Það þarf einfaldlega að setja meiri fjármuni í tónlistarskólana og hefjast þegar í stað handa við að leiðrétta kjör kennara og stjórnenda og ljúka gerð kjarasamnings við FT. Heilt ár án kjarasamnings er meira en góðu hófi gegnir. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn og viðsemjendur KÍ (FT) standi með tónlistarskólunum og því metnaðarfulla og gjöfula starfi sem þar fer fram á hverjum degi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar