Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð 28. október 2016 08:25 Rodrigo Duterte. Vísir/AFP Hinn umdeildi forseti Filippseyja Rodrigo Duterte er enn á ný kominn í heimsfréttirnar fyrir undarleg ummæli á opinberum vettvangi. Duterte kom um daginn til heimaborgar sinnar Davao eftir flugferð frá Japan. Við lendingu lýsti hann því yfir að hann væri algjörlega hættur að nota blótsyrði, en hingað til hefur hann ekki vílað fyrir sér að kalla menn öllum illum nöfnum úr ræðustól og til að mynda hefur hann kallað sjálfan páfann tíkarson. Duterte heldur því hins vegar fram að sjálfur guð hafi birst sér í flugvélinni og hótaðþví að ef hann myndi ekki skrúfa fyrir fúkyrðaflauminn myndi flugvélin hrapa. Duterte segist því ekki hafa átt neinn annan leik í stöðunni en að lofa guði að hætta blótsyrðum. Páfinn í Róm er ekki sá eini sem hefur lent í filippseyska forsetanum. Hann hefur einnig kallað Obama Bandaríkjaforseta hóruson, kallað Evrópusambandið hóp hræsnara og þá hefur hann hótaðþví að draga Filippseyjar út úr Sameinuðu þjóðunum. Þessir aðilar eiga það allir sameiginlegt að hafa gagnrýnt Duterte harðlega fyrir hið blóðuga stríð gegn fíkniefnasölum sem hann hóf um leið og hann tók við embætti. Talið er að þúsundir grunaðra fíkniefnasala hafi verið teknir af lífi án dóms og laga síðustu misseri í landinu. Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hinn umdeildi forseti Filippseyja Rodrigo Duterte er enn á ný kominn í heimsfréttirnar fyrir undarleg ummæli á opinberum vettvangi. Duterte kom um daginn til heimaborgar sinnar Davao eftir flugferð frá Japan. Við lendingu lýsti hann því yfir að hann væri algjörlega hættur að nota blótsyrði, en hingað til hefur hann ekki vílað fyrir sér að kalla menn öllum illum nöfnum úr ræðustól og til að mynda hefur hann kallað sjálfan páfann tíkarson. Duterte heldur því hins vegar fram að sjálfur guð hafi birst sér í flugvélinni og hótaðþví að ef hann myndi ekki skrúfa fyrir fúkyrðaflauminn myndi flugvélin hrapa. Duterte segist því ekki hafa átt neinn annan leik í stöðunni en að lofa guði að hætta blótsyrðum. Páfinn í Róm er ekki sá eini sem hefur lent í filippseyska forsetanum. Hann hefur einnig kallað Obama Bandaríkjaforseta hóruson, kallað Evrópusambandið hóp hræsnara og þá hefur hann hótaðþví að draga Filippseyjar út úr Sameinuðu þjóðunum. Þessir aðilar eiga það allir sameiginlegt að hafa gagnrýnt Duterte harðlega fyrir hið blóðuga stríð gegn fíkniefnasölum sem hann hóf um leið og hann tók við embætti. Talið er að þúsundir grunaðra fíkniefnasala hafi verið teknir af lífi án dóms og laga síðustu misseri í landinu.
Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44
Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40