Lyfjaprófunin á ÓL í Ríó eitt risastórt klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 10:00 Vísir/Getty Alþjóðalyfjastofnunin, WADA, hefur gefið frá sér stuðandi skýrslu um hvernig lyfjaeftirlitið gekk á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í sumar en niðurstöðurnar eru ekki glæsilegar. Það er ekki hægt að lesa annað úr þessari skýrslu WADA en að lyfjaprófunin á ÓL í Ríó hafi hreinlega verið eitt risastórt klúður. Meðal annars kemur fram að allt að helmingur skipulagðra lyfjaprófa hafi ekki farið fram. Margir íþróttamenn sem áttu að fara í lyfjapróf fundust hreinlega ekki og ekkert varð því af prófinu. Á sumum dögum varð ekkert af um fimmtíu prósent lyfjaprófanna. Skýrslan er ítarleg og upp á 55 blaðsíður. Þar kemur fram að 11.470 íþróttamenn hafi tekið þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í ágústmánuði en 4125 þeirra hafi aldrei farið í lyfjapróf á árinu 2016. 1913 þeirra voru að keppa í svokölluðum áhættusömum íþróttagreinum þegar kemur að ólöglegri lyfjanotkun. Það voru allskonar vandmál í gangi. Næstum því hundrað sýni voru ómerkt það er það var ekki hægt að finna út hvaðan þau komu. Eitt sýnið týndist og fannst ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá var lítið sem ekkert tekið af blóðsýnum í keppni og engin próf á fótboltafólki utan keppnistaðanna. Fimm hundruð færri próf voru framkvæmd en áætluð voru og 8. ágúst var gat tölvukerfið aðeins gefið upplýsingar um dvalarstað 4795 af 11.470 íþróttamönnum sem voru að fara að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Tungumálaerfiðleikar og vandræði með samgöngur áttu líka sinn þátt í því hversu illa gekk að lyfjaprófa íþróttafólkið í Ríó. BBC fór yfir niðurstöður skýrslunnar og má finna frétt BBC hér. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Alþjóðalyfjastofnunin, WADA, hefur gefið frá sér stuðandi skýrslu um hvernig lyfjaeftirlitið gekk á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í sumar en niðurstöðurnar eru ekki glæsilegar. Það er ekki hægt að lesa annað úr þessari skýrslu WADA en að lyfjaprófunin á ÓL í Ríó hafi hreinlega verið eitt risastórt klúður. Meðal annars kemur fram að allt að helmingur skipulagðra lyfjaprófa hafi ekki farið fram. Margir íþróttamenn sem áttu að fara í lyfjapróf fundust hreinlega ekki og ekkert varð því af prófinu. Á sumum dögum varð ekkert af um fimmtíu prósent lyfjaprófanna. Skýrslan er ítarleg og upp á 55 blaðsíður. Þar kemur fram að 11.470 íþróttamenn hafi tekið þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í ágústmánuði en 4125 þeirra hafi aldrei farið í lyfjapróf á árinu 2016. 1913 þeirra voru að keppa í svokölluðum áhættusömum íþróttagreinum þegar kemur að ólöglegri lyfjanotkun. Það voru allskonar vandmál í gangi. Næstum því hundrað sýni voru ómerkt það er það var ekki hægt að finna út hvaðan þau komu. Eitt sýnið týndist og fannst ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá var lítið sem ekkert tekið af blóðsýnum í keppni og engin próf á fótboltafólki utan keppnistaðanna. Fimm hundruð færri próf voru framkvæmd en áætluð voru og 8. ágúst var gat tölvukerfið aðeins gefið upplýsingar um dvalarstað 4795 af 11.470 íþróttamönnum sem voru að fara að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Tungumálaerfiðleikar og vandræði með samgöngur áttu líka sinn þátt í því hversu illa gekk að lyfjaprófa íþróttafólkið í Ríó. BBC fór yfir niðurstöður skýrslunnar og má finna frétt BBC hér.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira