Bíó og sjónvarp

Önnur stiklan úr nýju X-Men gefur mun meira upp um illmennið Apocalypse

Birgir Olgeirsson skrifar
Oscar Isaac fer með hlutverk Apocalypse.
Oscar Isaac fer með hlutverk Apocalypse. Vísir/YouTube
Út er komin önnur stikla fyrir X-Men: Apocalypse sem er væntanlega í kvikmyndahús hér á landi 20. maí næstkomandi. Myndin mun segja frá baráttu ofurhetjanna úr X-Men liðinu við En Sabah Nur sem gengur undir nafninu Apocalypse og er almennt talinn í sagnabálki Marvel einn af fyrstu stökkbreyttu einstaklingurinn í ætt við þá sem eru í X-men og jafnframt einn sá allra öflugasti, en mun meira sést af honum í þessari stiklu en þeirri fyrri.

Apocalypse er ódauðleg vera sem býr yfir nánast guðlegum mætti. Hann fæddist fyrir fimm þúsund árum og lifir eftir þeirri sannfæringu að aðeins þeir sterku eigi rétt til lífs. 

Í gegnum Marvel-sagnabálkinn hefur hann reynt að eyða lífi á jörðinni nokkrum sinnum eins og kemur fram í meðfylgjandi stiklu. Með hlutverk Apocalypse fer Oscar Isaac en önnur aðalhlutverk eru í höndum Jennifer Lawrence, Michael Fassbender og James McAvoy. Íslendingurinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk Calibans í myndinni sem bregður fyrir í upphafi stiklunnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×