Erlent

Að minnsta kosti þrír lögreglumenn skotnir til bana í Baton Rouge

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Frá Baton Rouge.
Frá Baton Rouge. Vísir/Getty
Þrír lögreglumenn voru skotnir til bana í Baton Rouge í dag eftir að maður hóf að skjóta á hóp lögreglumanna í borginni með riffli. Þá slösuðust fjórir lögregluþjónar til viðbótar í árásinni. 

Talsmaður lögreglu sagði í samtali við BBC að vettvangur glæpsins hefði verið girtur af en ekki er ljóst af orðum hans hvort allir þeir sem grunaðir eru í málinu hafi verið handteknir.

Kip Holden, forseti borgarstjórnar í austur Baton Rouge, segir í samtali við CNN málið vera í rannsókn. Þá kemur fram að hann telji að árásarmaðurinn sé einnig látinn. „Allt er að gerast mjög hratt og okkur hefur ekki tekist að sannreyna allar upplýsingarnar.“ 

Mikil mótmæli hafa verið í Baton Rouge eftir að lögreglumenn handtóku svartan mann og skutu hann til bana. Myndband af atburðinum hefur verið í dreifingu á veraldarvefnum en þykir mörgum myndbandið sýna að maðurinn hafi ekki ógnað lögreglu heldur hafi lögregluþjónarnir skotið manninn eftir að þeir voru búnir að yfirbuga hann. Annar þeldökkur maður í Minnesota var skotinn af lögreglu stuttu síðar og þá fóru mótmælin af stað af alvöru.

Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg hingað til, í það minnsta í bænum Baton Rouge. Þó skaut fyrrum hermaður í Dallas fimm lögreglumenn til bana í hefndarskyni en sá var þeldökkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×