Erfiðleikar kínverskra ferðamanna á vegum úti: „Við erum fíflin, ekki þeir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2016 14:30 Á síðasta ári voru Kínverjar efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Mynd/AF Á síðasta ári voru Kínverjar efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum úti í fjarlægum löndum eru vel þekkt. Reynsluleysi, utanbókarlærdómur og allt aðrar aðstæður eru helstu áhrifavaldarnir að mati þeirra sem þekkja til. Ekki sé þó hægt að fullyrða að kínverskir ökumenn séu verri en aðrir. Athygli vakti í vikunni þegar fjórar ungar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn síðastliðinn föstudag er þær lentu út í Hraunhafnará á Snæfellsnesi á bílaleigubíl sínum. Kvaðst ökumaðurinn hafa fylgt leiðbeiningum frá „Google Maps“. Sú hafði nýverið fengið bílfpróf og ekki ekið mikið síðan, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Bíleign í Kína hefur aukist gríðarlega undanfarin ár samfara miklum efnahagslegum vexti. Á síðasta ári voru 24 milljónir nýrra bíla skráðir og eru yfir 280 milljónir kínverja með ökupróf. Undanfarin ár hefur fjöldi Kínverja sem ferðast erlendis tvöfaldast síðustu fimm ár og hefur Ísland ekki farið varhluta af því. Það sem af er ári hafa 50 þúsund Kínverjar farið um Leifsstöð, tæplega 200 á dag að meðaltali.Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands.Vísir/GVAGóðir í að taka próf en vantar upp á að framkvæma Á síðasta ári slösuðust 27 Kínverjar á vegum úti hér á landi og samkvæmt nýjustu tölum frá Samgöngustofu hafa níu Kínverjar slasast í umferðinni. Í viðtali við DV í sumar sagði Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri á umferðarslysasviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, ekki geta staðfest hvort að kröfur um ökuréttindi væru minni í Asíu en annars staðar en að rannsóknarnefndin hafi fengið ábendingar um slíkt. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, segir að líklegt sé að flestir þeirra Kínverja sem komi hingað til lands séu af hinni svokölluðu millistétt sem sprottið hefur upp samhliða áðurnefndum efnahagslegum vexti í Kína. Hann segir að allar líkur séu á því að þessir ferðamenn séu með bílpróf og hafi keyrt bíl áður. Ljóst sé þó að meira sé lagt upp úr bóklegu hliðinni þegar kemur að ökuprófum, frekar en hinni verklegu. „Vandamálið varðandi ökuprófið í Kína er að þú ferð sjaldan út á götu líkt og á Íslandi þar sem þú ert sendur út í umferðina í fyrsta tíma. ,“ segir Magnús.Kínverskur ökuþór í svokölluðu ökugerði.Vísir/AFPÞríþætt ökupróf en lítil áhersla á raunverulegar aðstæður Eftir því sem Vísir kemst næst er ökupróf í Kína þríþætt. Fyrst þarf að fara í ökuskóla sem lýkur með hundrað spurninga krossaprófi þar sem próftakar þurfa að svara 90 af hundrað spurningum rétt. Líkt og kemur fram í umfjöllun NPR um ökupróf í Kína er þetta þó ekki mikil hindrun og létt að komast í gegnum. Ef marka má frásögn NPR er það þó ekki vegna þess að prófið sé létt heldur mun frekar vegna þess hversu góðir Kínverjar séu í utanbókarlærdómi. Þetta segir Magnús að sé vel þekkt staðreynd. „Það er staðreynd að þeir eru forritaðir til þess að taka próf og gera það frá leikskóla. Þeir eru góðir í því en svo kannski vantar upp á praktíkina. Þeirra menntakerfi byggir á æfingu í þessu.“ Næsta skref í átt að ökuleyfi er svokallað ökugerði þar sem nemendur fara með ökukennara á verndað svæði þar sem líkt er eftir aðstæðum á vegum úti. Þetta er aðallhluti prófsins og þurfa nemendur meðal annars að læra að leggja bíl í brekku og komast í gegnum 30 metra braut þar sem búið er að raða aðskotahlutum án þess að snerta einn af þeim. Takist ökunemum að komast í gengum þetta fá þeir allt að tíu klukkustunda kennslu á vegum úti. Ljóst er því að vantað getur upp á raunverulega þekkingu á því hvernig er að keyra á vegum úti sem er algjört lykilatriði þegar kemur að umferðaröryggi að mati sérfræðings í umferðaröryggi.Þrátt fyrir að tafsamt geti verið að ferðast um Miklubraut á hún ekkert í þær umferðarteppur sem skapast geta í Kína.Vísir„Verklegi hlutinn er mun mikilvægari en sá bóklegi,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRap á Íslandi og sérfræðingur í vegaöryggi. „Hér á landi batnaði þetta til muna eftir að lögð var meiri áhersla á verklega hlutann.“ Þórhildur Elínardóttir hjá Samgöngustofu segir að almennt sé þannig að ökuskírteini sem gefin séu út af yfirvöldum séu tekin gild þó að gerð sé krafa um að þau séu yfirvöldum í öðrum löndum skiljanleg. Því sé það oftar en ekki þannig að yfirvöld gefi út sérstök ferðamannaskírteini en það sé alltaf gert á grundvelli þess að viðkomandi sé með gilt ökuskírteini. Í samtali við DV í vikunni sagði Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, að ekki væri hægt að mismuna þeim sem vilja leigja bíla eftir þjóðerni. Séu leigutakar með gilt ökuskírteini sé það tekið gilt.„Við erum fíflin, ekki þeir“ Magnús segir að vandræði kínverskra ökumanna snúist að miklu leyti um reynsluleysi og menningarmun á umferðinni. Ekki sé hægt að segja að kínverskir ökumenn séu verri en aðrir. „Ég myndi ekki segja að þeir séu lélegir að keyra. Það er bara vitleysa. Ég treysti mér ekki til að keyra í Kína þó ég telji mig vera hæfan ökumann. Þetta vegakerfi hér á Íslandi og aðstæður eru auðvitað allt aðrar en í Kína. Það er skiptir væntanlega mestu máli í þessu.“Einbreið brú yfir Glerá þar sem banaslys varð á síðastar ári en kínverskur ferðamaður átti hlut að máli.Vísir/PjeturUndir þetta tekur þetta Þórhildur hjá Samgöngustofu sem segir ljóst að íslenska vegakerfið sé um margt mjög sérstakt. Hér séu einbreiðar brýr, malarvegir og veðurfar sem geti skyndilega breytt aðstæðum á vegum úti. Ólafur tekur einnig undir þetta og segir að hér sé allt vegakerfið miðað við evrópska ökumenn. „Við erum fíflin, ekki þeir,“ segir Ólafur. „Hér málum við ekki einu sinni kantlínur á vegina eins og tíðkast allstaðar. Það er til að mynda ein af ástæðum þess að ferðamenn stoppa í vegkantinum.“ Stutt er síðan ferðamaður frá Hong Kong lést er hann varð fyrir bíl á Suðurlandi eftir að hafa verið farþegi í bifreið sem stöðvaði í vegkantinum. Ólafur bendir einnig á að erfitt geti verið fyrir ferðamenn, Kínverja sem og aðra, að þekkja merkið sem varar við einbreiðum brúm. Japani lést undir lok síðasta árs eftir harðan árekstur við bifreið kínversks ferðamanns á einbreiðri brú. Eftir gríðarlega aukningu tíðni slysa hjá kínverskum ferðamönnum á vegum úti hér á landi á síðasta ári var ákveðið að fara í samstarf með íslenskum og kínverskum yfirvöldum.Þórhildur Elínardóttir hjá Samgöngustofu.Samgöngustofa hefur eftirlit með bílaleigunum og hefur farið í ýmiskonar verkefni með þeim til þess að tryggja öryggi ferðamanna sem ferðast um landið á eigin vegum. Eitt af því er svokallað stýrisspjald þar sem nálgast má handhægar og myndrænar upplýsingar um að helsta sem gott er að vita og þarf að varast á vegum úti. Þá rekur Samgöngustofa vefsíðu þar sem nálgast má myndbönd og fræðslu um hvernig er að keyra á Íslandi en verkefnið er keimlíkt vefsíðu Ný-sjálenskra yfirvalda en þar skýtur umræðan um hæfni kínverskra ökumanna reglulega upp kollinum, nú síðast í sumar þegar kínverskur skiptinemi var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa verið valdur að banaslysi.Þórhildur segir að þrátt fyrir að Samgöngustofa reyni að koma fræðsluefni sem víðast séu þó ákveðin vandamál sem því fylgi. Það sé nánast ómögulegt að ná til hvers ferðamanns. „Það er töluverð áskorun að reyna að kenna öllum heiminum hvernig Ísland er öðruvísi í akstri en annars staðar. Það sem vandar málið er að flest þetta fólk kemur einu sinni til landsins og við erum því alltaf að fræða nýtt fólk.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Á síðasta ári voru Kínverjar efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum úti í fjarlægum löndum eru vel þekkt. Reynsluleysi, utanbókarlærdómur og allt aðrar aðstæður eru helstu áhrifavaldarnir að mati þeirra sem þekkja til. Ekki sé þó hægt að fullyrða að kínverskir ökumenn séu verri en aðrir. Athygli vakti í vikunni þegar fjórar ungar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn síðastliðinn föstudag er þær lentu út í Hraunhafnará á Snæfellsnesi á bílaleigubíl sínum. Kvaðst ökumaðurinn hafa fylgt leiðbeiningum frá „Google Maps“. Sú hafði nýverið fengið bílfpróf og ekki ekið mikið síðan, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Bíleign í Kína hefur aukist gríðarlega undanfarin ár samfara miklum efnahagslegum vexti. Á síðasta ári voru 24 milljónir nýrra bíla skráðir og eru yfir 280 milljónir kínverja með ökupróf. Undanfarin ár hefur fjöldi Kínverja sem ferðast erlendis tvöfaldast síðustu fimm ár og hefur Ísland ekki farið varhluta af því. Það sem af er ári hafa 50 þúsund Kínverjar farið um Leifsstöð, tæplega 200 á dag að meðaltali.Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands.Vísir/GVAGóðir í að taka próf en vantar upp á að framkvæma Á síðasta ári slösuðust 27 Kínverjar á vegum úti hér á landi og samkvæmt nýjustu tölum frá Samgöngustofu hafa níu Kínverjar slasast í umferðinni. Í viðtali við DV í sumar sagði Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri á umferðarslysasviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, ekki geta staðfest hvort að kröfur um ökuréttindi væru minni í Asíu en annars staðar en að rannsóknarnefndin hafi fengið ábendingar um slíkt. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, segir að líklegt sé að flestir þeirra Kínverja sem komi hingað til lands séu af hinni svokölluðu millistétt sem sprottið hefur upp samhliða áðurnefndum efnahagslegum vexti í Kína. Hann segir að allar líkur séu á því að þessir ferðamenn séu með bílpróf og hafi keyrt bíl áður. Ljóst sé þó að meira sé lagt upp úr bóklegu hliðinni þegar kemur að ökuprófum, frekar en hinni verklegu. „Vandamálið varðandi ökuprófið í Kína er að þú ferð sjaldan út á götu líkt og á Íslandi þar sem þú ert sendur út í umferðina í fyrsta tíma. ,“ segir Magnús.Kínverskur ökuþór í svokölluðu ökugerði.Vísir/AFPÞríþætt ökupróf en lítil áhersla á raunverulegar aðstæður Eftir því sem Vísir kemst næst er ökupróf í Kína þríþætt. Fyrst þarf að fara í ökuskóla sem lýkur með hundrað spurninga krossaprófi þar sem próftakar þurfa að svara 90 af hundrað spurningum rétt. Líkt og kemur fram í umfjöllun NPR um ökupróf í Kína er þetta þó ekki mikil hindrun og létt að komast í gegnum. Ef marka má frásögn NPR er það þó ekki vegna þess að prófið sé létt heldur mun frekar vegna þess hversu góðir Kínverjar séu í utanbókarlærdómi. Þetta segir Magnús að sé vel þekkt staðreynd. „Það er staðreynd að þeir eru forritaðir til þess að taka próf og gera það frá leikskóla. Þeir eru góðir í því en svo kannski vantar upp á praktíkina. Þeirra menntakerfi byggir á æfingu í þessu.“ Næsta skref í átt að ökuleyfi er svokallað ökugerði þar sem nemendur fara með ökukennara á verndað svæði þar sem líkt er eftir aðstæðum á vegum úti. Þetta er aðallhluti prófsins og þurfa nemendur meðal annars að læra að leggja bíl í brekku og komast í gegnum 30 metra braut þar sem búið er að raða aðskotahlutum án þess að snerta einn af þeim. Takist ökunemum að komast í gengum þetta fá þeir allt að tíu klukkustunda kennslu á vegum úti. Ljóst er því að vantað getur upp á raunverulega þekkingu á því hvernig er að keyra á vegum úti sem er algjört lykilatriði þegar kemur að umferðaröryggi að mati sérfræðings í umferðaröryggi.Þrátt fyrir að tafsamt geti verið að ferðast um Miklubraut á hún ekkert í þær umferðarteppur sem skapast geta í Kína.Vísir„Verklegi hlutinn er mun mikilvægari en sá bóklegi,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRap á Íslandi og sérfræðingur í vegaöryggi. „Hér á landi batnaði þetta til muna eftir að lögð var meiri áhersla á verklega hlutann.“ Þórhildur Elínardóttir hjá Samgöngustofu segir að almennt sé þannig að ökuskírteini sem gefin séu út af yfirvöldum séu tekin gild þó að gerð sé krafa um að þau séu yfirvöldum í öðrum löndum skiljanleg. Því sé það oftar en ekki þannig að yfirvöld gefi út sérstök ferðamannaskírteini en það sé alltaf gert á grundvelli þess að viðkomandi sé með gilt ökuskírteini. Í samtali við DV í vikunni sagði Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, að ekki væri hægt að mismuna þeim sem vilja leigja bíla eftir þjóðerni. Séu leigutakar með gilt ökuskírteini sé það tekið gilt.„Við erum fíflin, ekki þeir“ Magnús segir að vandræði kínverskra ökumanna snúist að miklu leyti um reynsluleysi og menningarmun á umferðinni. Ekki sé hægt að segja að kínverskir ökumenn séu verri en aðrir. „Ég myndi ekki segja að þeir séu lélegir að keyra. Það er bara vitleysa. Ég treysti mér ekki til að keyra í Kína þó ég telji mig vera hæfan ökumann. Þetta vegakerfi hér á Íslandi og aðstæður eru auðvitað allt aðrar en í Kína. Það er skiptir væntanlega mestu máli í þessu.“Einbreið brú yfir Glerá þar sem banaslys varð á síðastar ári en kínverskur ferðamaður átti hlut að máli.Vísir/PjeturUndir þetta tekur þetta Þórhildur hjá Samgöngustofu sem segir ljóst að íslenska vegakerfið sé um margt mjög sérstakt. Hér séu einbreiðar brýr, malarvegir og veðurfar sem geti skyndilega breytt aðstæðum á vegum úti. Ólafur tekur einnig undir þetta og segir að hér sé allt vegakerfið miðað við evrópska ökumenn. „Við erum fíflin, ekki þeir,“ segir Ólafur. „Hér málum við ekki einu sinni kantlínur á vegina eins og tíðkast allstaðar. Það er til að mynda ein af ástæðum þess að ferðamenn stoppa í vegkantinum.“ Stutt er síðan ferðamaður frá Hong Kong lést er hann varð fyrir bíl á Suðurlandi eftir að hafa verið farþegi í bifreið sem stöðvaði í vegkantinum. Ólafur bendir einnig á að erfitt geti verið fyrir ferðamenn, Kínverja sem og aðra, að þekkja merkið sem varar við einbreiðum brúm. Japani lést undir lok síðasta árs eftir harðan árekstur við bifreið kínversks ferðamanns á einbreiðri brú. Eftir gríðarlega aukningu tíðni slysa hjá kínverskum ferðamönnum á vegum úti hér á landi á síðasta ári var ákveðið að fara í samstarf með íslenskum og kínverskum yfirvöldum.Þórhildur Elínardóttir hjá Samgöngustofu.Samgöngustofa hefur eftirlit með bílaleigunum og hefur farið í ýmiskonar verkefni með þeim til þess að tryggja öryggi ferðamanna sem ferðast um landið á eigin vegum. Eitt af því er svokallað stýrisspjald þar sem nálgast má handhægar og myndrænar upplýsingar um að helsta sem gott er að vita og þarf að varast á vegum úti. Þá rekur Samgöngustofa vefsíðu þar sem nálgast má myndbönd og fræðslu um hvernig er að keyra á Íslandi en verkefnið er keimlíkt vefsíðu Ný-sjálenskra yfirvalda en þar skýtur umræðan um hæfni kínverskra ökumanna reglulega upp kollinum, nú síðast í sumar þegar kínverskur skiptinemi var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa verið valdur að banaslysi.Þórhildur segir að þrátt fyrir að Samgöngustofa reyni að koma fræðsluefni sem víðast séu þó ákveðin vandamál sem því fylgi. Það sé nánast ómögulegt að ná til hvers ferðamanns. „Það er töluverð áskorun að reyna að kenna öllum heiminum hvernig Ísland er öðruvísi í akstri en annars staðar. Það sem vandar málið er að flest þetta fólk kemur einu sinni til landsins og við erum því alltaf að fræða nýtt fólk.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira