Reynt að bjarga friðarsamkomulagi Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. október 2016 07:00 Klappað að lokinni undirritun samkomulagsins í Havana á Kúbu í lok september. Frá vinstri eru á myndinni Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs, Raul Castro, forseti Kúbu, Mauricio Macri, forseti Argentínu, og Rodrigo Londono Echeverri, leiðtogi FARC-hreyfingarinnar. vísir/epa Mikil óvissa ríkir enn um framvindu mála í Kólumbíu eftir að friðarsamkomulag við FARC-skæruliða var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Lítill vilji virðist þó til þess að snúa aftur til vopnaðra átaka. Juan Manuel Santos forseti hefur heitið að gera allt sem í sínu valdi stendur til að bjarga friðarsamningnum, en segir að vopnahléið sem samið hafi verið um eigi að renna út um næstu mánaðamót. Timochenko, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar, spyr á móti hvort meiningin sé virkilega að hefja stríð að nýju. Í yfirlýsingu frá skæruliðunum segir að friður sé ekki í hættu, vopnahléið eigi að gilda áfram.Timoleon Jimenez, jafnan nefndur Timochenko, leiðtogi FARC-hreyfingarinnar, fylgist þarna með atkvæðatalningu á sunnudaginn.vísir/EPADómsmálaráðuneyti Kólumbíu sendi svo frá sér tilkynningu þar sem segir að vel sé mögulegt að framlengja vopnahléið. Úrslitin voru mjög naum, aðeins 50,2 prósent kjósenda felldu samkomulagið. Nú virðist stefnt að því að gera breytingar á því svo hægt verði að bera það aftur undir þjóðaratkvæði. Friðarsamkomulagið var ekki síst umdeilt vegna ákvæða um að skæruliðarnir eigi að sleppa við refsingu gegn því að játa brot sín. Í staðinn þyrftu þeir að bæta fyrir afbrot sín með því að lagfæra skemmdir, fjarlægja jarðsprengjur og hjálpa fórnarlömbum sínum. Svipað samkomulag reyndist vel í Suður-Afríku, þar sem hvítir aðskilnaðarsinnar fengu grið gegn játningu afbrota sinna, en þar voru haldnar ítarlegar yfirheyrslur í heyranda hljóði þar sem böðlar og forsprakkar minnihlutastjórnarinnar þurftu að svara til saka. Strax fáum dögum eftir að samkomulagið var fellt eru komnar fram hugmyndir um breytingar á því, sem eigi að gera það líklegra að hann fái samþykki þjóðarinnar. Þar á meðal er lagt til að leiðtogar skæruliðanna þurfi að sæta fangelsisvist og að öðrum, sem hafa framið glæpi, verði bannað að bjóða sig fram til opinberra embætta. Þá verði séð til þess að skæruliðarnir noti illa fengið fé sitt til þess að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur. Kólumbískur hermaður virðir fyrir sér tank sem notaður var undir fljótandi kókaín í kókaínverksmiðju FARC-hreyfingarinnar í skógum Kólumbíu.Nordicphotos/AFPByltingarhugsjónirSkæruliðasamtökin FARC hófu árið 1964 vopnaða baráttu gegn stjórninni í von um að geta gert þar byltingu. Skammstöfunin FARC stendur fyrir Fuerzas Armadas Revolucionarias de Columbia, sem kalla mætti Byltingarhersveitir Kólumbíu. Leiðtogar hreyfingarinnar voru byltingarsinnaðir marx-lenínistar sem horfðu ekki síst til fyrirmyndarinnar frá Kúbu þar sem Fidel Castro og félagar hans höfðu aðeins fimm árum áður steypt stjórn Batista forseta. Skæruliðarnir náðu smám saman stórum hluta landsins á sitt vald, stærra svæði en aðrir byltingarhópar sem einnig börðust við stjórnarherinn. Hreyfingin var fjölmennust um síðustu aldamót, þegar talið er að allt að 20 þúsund manns hafi tilheyrt henni, en nú eru þeir nokkur þúsund. Átökin hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið og milljónir manna hröktust að heima vegna þeirra.Mannrán og fíkniefnagróði Til að fjármagna starfsemi sína gripu FARC-skæruliðarnir um og upp úr 1980 til þess ráðs að stunda bæði mannrán og fíkniefnasölu. Þeir rændu þúsundum manna og kröfðust lausnargjalds, vel á þriðja tug þúsunda samkvæmt opinberum tölum. Sumir sluppu ekki lifandi úr haldi ræningjanna. Þeir tóku einnig að framleiða fíkniefni og smygla úr landi, ekki síst til Bandaríkjanna þar sem eftirspurnin er óþrjótandi. Í staðinn streymdu peningar í sjóði samtakanna. Þessi glæpastarfsemi, bæði mannránin og fíkniefnastússið, gróf hins vegar undan vinsældum hreyfingarinnar meðal almennings. Byltingarljóminn dofnaði og reiði gróf um sig þegar ættingjum og ástvinum var rænt eða þeir flæktust í fíkniefnafen hreyfingarinnar.Manuel Marulanda, nefndur Tirofijo, og Luis Alberto Morantes Jaimes, einnig nefndur Jacobo Arenas, tveir af stofnendum FARC-skæruliðahreyfingarinnar, í fjallahéruðum Kólumbíu einhvern tíma á áttunda áratugnum.Nordicphotos/AFPFriðarsamkomulagið Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að semja um frið milli Kólumbíustjórnar og FARC-hreyfingarinnar. Þær urðu allar árangurslausar þar til viðræður hófust árið 2012 í Havana á Kúbu, með milligöngumönnum frá bæði Kúbu og Noregi ásamt stuðningi frá Venesúela og Síle. Fyrirfram var ákveðið að viðræðurnar ættu að snúast um að draga úr fátækt í sveitum landsins og tryggja jafnframt að þegar skæruliðarnir legðu niður vopn gætu þeir haldið áfram baráttu sinni með friðsamlegum hætti á vettvangi stjórnmálanna. Viðræðurnar snerust einnig um það hvers konar fyrirkomulag ætti að taka við eftir að fíkniefnaframleiðsla legðist af. Þá voru ákvæði í samningunum um það hvernig bæta ætti fórnarlömbum átakanna það tjón, sem þau hafa orðið fyrir, en þau skipta milljónum. Samkomulag var í höfn í sumar og undirritað á Kúbu í lok september. Timochenko, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar, baðst afsökunar: „Ég bið um fyrirgefningu fyrir allan þann sársauka sem við höfum valdið meðan þetta stríð stóð yfir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mikil óvissa ríkir enn um framvindu mála í Kólumbíu eftir að friðarsamkomulag við FARC-skæruliða var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Lítill vilji virðist þó til þess að snúa aftur til vopnaðra átaka. Juan Manuel Santos forseti hefur heitið að gera allt sem í sínu valdi stendur til að bjarga friðarsamningnum, en segir að vopnahléið sem samið hafi verið um eigi að renna út um næstu mánaðamót. Timochenko, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar, spyr á móti hvort meiningin sé virkilega að hefja stríð að nýju. Í yfirlýsingu frá skæruliðunum segir að friður sé ekki í hættu, vopnahléið eigi að gilda áfram.Timoleon Jimenez, jafnan nefndur Timochenko, leiðtogi FARC-hreyfingarinnar, fylgist þarna með atkvæðatalningu á sunnudaginn.vísir/EPADómsmálaráðuneyti Kólumbíu sendi svo frá sér tilkynningu þar sem segir að vel sé mögulegt að framlengja vopnahléið. Úrslitin voru mjög naum, aðeins 50,2 prósent kjósenda felldu samkomulagið. Nú virðist stefnt að því að gera breytingar á því svo hægt verði að bera það aftur undir þjóðaratkvæði. Friðarsamkomulagið var ekki síst umdeilt vegna ákvæða um að skæruliðarnir eigi að sleppa við refsingu gegn því að játa brot sín. Í staðinn þyrftu þeir að bæta fyrir afbrot sín með því að lagfæra skemmdir, fjarlægja jarðsprengjur og hjálpa fórnarlömbum sínum. Svipað samkomulag reyndist vel í Suður-Afríku, þar sem hvítir aðskilnaðarsinnar fengu grið gegn játningu afbrota sinna, en þar voru haldnar ítarlegar yfirheyrslur í heyranda hljóði þar sem böðlar og forsprakkar minnihlutastjórnarinnar þurftu að svara til saka. Strax fáum dögum eftir að samkomulagið var fellt eru komnar fram hugmyndir um breytingar á því, sem eigi að gera það líklegra að hann fái samþykki þjóðarinnar. Þar á meðal er lagt til að leiðtogar skæruliðanna þurfi að sæta fangelsisvist og að öðrum, sem hafa framið glæpi, verði bannað að bjóða sig fram til opinberra embætta. Þá verði séð til þess að skæruliðarnir noti illa fengið fé sitt til þess að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur. Kólumbískur hermaður virðir fyrir sér tank sem notaður var undir fljótandi kókaín í kókaínverksmiðju FARC-hreyfingarinnar í skógum Kólumbíu.Nordicphotos/AFPByltingarhugsjónirSkæruliðasamtökin FARC hófu árið 1964 vopnaða baráttu gegn stjórninni í von um að geta gert þar byltingu. Skammstöfunin FARC stendur fyrir Fuerzas Armadas Revolucionarias de Columbia, sem kalla mætti Byltingarhersveitir Kólumbíu. Leiðtogar hreyfingarinnar voru byltingarsinnaðir marx-lenínistar sem horfðu ekki síst til fyrirmyndarinnar frá Kúbu þar sem Fidel Castro og félagar hans höfðu aðeins fimm árum áður steypt stjórn Batista forseta. Skæruliðarnir náðu smám saman stórum hluta landsins á sitt vald, stærra svæði en aðrir byltingarhópar sem einnig börðust við stjórnarherinn. Hreyfingin var fjölmennust um síðustu aldamót, þegar talið er að allt að 20 þúsund manns hafi tilheyrt henni, en nú eru þeir nokkur þúsund. Átökin hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið og milljónir manna hröktust að heima vegna þeirra.Mannrán og fíkniefnagróði Til að fjármagna starfsemi sína gripu FARC-skæruliðarnir um og upp úr 1980 til þess ráðs að stunda bæði mannrán og fíkniefnasölu. Þeir rændu þúsundum manna og kröfðust lausnargjalds, vel á þriðja tug þúsunda samkvæmt opinberum tölum. Sumir sluppu ekki lifandi úr haldi ræningjanna. Þeir tóku einnig að framleiða fíkniefni og smygla úr landi, ekki síst til Bandaríkjanna þar sem eftirspurnin er óþrjótandi. Í staðinn streymdu peningar í sjóði samtakanna. Þessi glæpastarfsemi, bæði mannránin og fíkniefnastússið, gróf hins vegar undan vinsældum hreyfingarinnar meðal almennings. Byltingarljóminn dofnaði og reiði gróf um sig þegar ættingjum og ástvinum var rænt eða þeir flæktust í fíkniefnafen hreyfingarinnar.Manuel Marulanda, nefndur Tirofijo, og Luis Alberto Morantes Jaimes, einnig nefndur Jacobo Arenas, tveir af stofnendum FARC-skæruliðahreyfingarinnar, í fjallahéruðum Kólumbíu einhvern tíma á áttunda áratugnum.Nordicphotos/AFPFriðarsamkomulagið Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að semja um frið milli Kólumbíustjórnar og FARC-hreyfingarinnar. Þær urðu allar árangurslausar þar til viðræður hófust árið 2012 í Havana á Kúbu, með milligöngumönnum frá bæði Kúbu og Noregi ásamt stuðningi frá Venesúela og Síle. Fyrirfram var ákveðið að viðræðurnar ættu að snúast um að draga úr fátækt í sveitum landsins og tryggja jafnframt að þegar skæruliðarnir legðu niður vopn gætu þeir haldið áfram baráttu sinni með friðsamlegum hætti á vettvangi stjórnmálanna. Viðræðurnar snerust einnig um það hvers konar fyrirkomulag ætti að taka við eftir að fíkniefnaframleiðsla legðist af. Þá voru ákvæði í samningunum um það hvernig bæta ætti fórnarlömbum átakanna það tjón, sem þau hafa orðið fyrir, en þau skipta milljónum. Samkomulag var í höfn í sumar og undirritað á Kúbu í lok september. Timochenko, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar, baðst afsökunar: „Ég bið um fyrirgefningu fyrir allan þann sársauka sem við höfum valdið meðan þetta stríð stóð yfir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira