Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2016 11:10 Bjarni Benediktsson segir breytingar á lögum um kjararáð árið 2009 valda vandræðum nú. Vísir „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi í morgun aðspurður um kjararáð og fregnir af úrskurðum ráðsins að undanförnu. Bjarni tók þó skýrt fram að með þessum orðum væri hann farinn að tjá sig um hluti sem hann hefði ekkert að segja um. Kjararáð hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en laun forstöðumanna nokkurra ríkisstofnana hækkuðu um tugi prósenta eftir nýja úrskurði ráðsins. Hækkanirnar ná allt aftur til 1. desember 2014 og koma ofan á 7,15 prósenta almenna launahækkun sem tók gildi 1. júní. Bjarni sagðist ekki hafa neitt með úrskurði ráðsins að gera. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru orðin margföld meðallaun í landinu.“ Fjármálaráðherrann segir vandann heimatilbúinn, það er að segja að hann eigi rætur sínar að rekja til óeðlilegra inngripa þingsins til þessara mála með breytingum á lögum um kjararáð árið 2009. Með lagabreytingunni var þeim störfum sem kjararáð skal ákveða kjör fyrir fjölgað. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um kjararáð þar sem lagt er til að ráðið ákvarði laun mun færri en það er eðlilegra að mati Bjarna, að fólk hafi frelsi til að semja um eigin kjör.Úr Fréttablaðinu í síðustu viku.Vísir„Markmið frumvarpsins er annars vegar að fjölga þeim aftur sem taka laun samkvæmt samningum á hefðbundinn hátt og hins vegar að þeir sem ekki geta samið um laun á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna hafi meiri aðkomu að málum þegar ákvarðanir eru teknar um laun og starfskjör þeirra en nú,“ sagði í tilkynningu frá ráðuneytinu. „En það er ekki þannig að kjararáð sé að semja um þessi laun. Þau gera rannsókn á því hvað fólk í sambærilegum stöðum er með í laun,“ útskýrði Bjarni og nefndi að kjararáð byggði ákvarðanir sínar á skýrslum og gögnum. Bjarni sagði þó mikilvægt að fá toppfólk til sérfræðistarfa í landinu. „Það þarf að ráða sérfræðinga í þessi störf.“ Hann sagði það sérstakt að hafa verið að ræða það fyrir stuttu í fjölmiðlum hversu mikilvægt það væri að bjóða læknum góð kjör en að annar tónn sé í landanum nú. „Þá voru allir sammála um að ef við ætluðum að fá besta mögulega fólk til landsins að þá yrðum við að tryggja að fá sem best kjör fyrir sérfræðinga,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði jafnframt að ekki væri kosningahrollur í Sjálfstæðisflokknum eða ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann sagðist munu benda kjósendum á góð störf ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu og að á miklum óvissutímum væri gott að halda áfram á sömu braut. Tengdar fréttir Salek samstarfið í uppnámi út af kjararáði Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði. 14. júlí 2016 18:45 Kjararáð ákvarði laun fyrir mun færri Með frumvarpi til nýrra laga um kjararáð er lagt til að fækkað verði verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör. 16. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi í morgun aðspurður um kjararáð og fregnir af úrskurðum ráðsins að undanförnu. Bjarni tók þó skýrt fram að með þessum orðum væri hann farinn að tjá sig um hluti sem hann hefði ekkert að segja um. Kjararáð hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en laun forstöðumanna nokkurra ríkisstofnana hækkuðu um tugi prósenta eftir nýja úrskurði ráðsins. Hækkanirnar ná allt aftur til 1. desember 2014 og koma ofan á 7,15 prósenta almenna launahækkun sem tók gildi 1. júní. Bjarni sagðist ekki hafa neitt með úrskurði ráðsins að gera. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru orðin margföld meðallaun í landinu.“ Fjármálaráðherrann segir vandann heimatilbúinn, það er að segja að hann eigi rætur sínar að rekja til óeðlilegra inngripa þingsins til þessara mála með breytingum á lögum um kjararáð árið 2009. Með lagabreytingunni var þeim störfum sem kjararáð skal ákveða kjör fyrir fjölgað. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um kjararáð þar sem lagt er til að ráðið ákvarði laun mun færri en það er eðlilegra að mati Bjarna, að fólk hafi frelsi til að semja um eigin kjör.Úr Fréttablaðinu í síðustu viku.Vísir„Markmið frumvarpsins er annars vegar að fjölga þeim aftur sem taka laun samkvæmt samningum á hefðbundinn hátt og hins vegar að þeir sem ekki geta samið um laun á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna hafi meiri aðkomu að málum þegar ákvarðanir eru teknar um laun og starfskjör þeirra en nú,“ sagði í tilkynningu frá ráðuneytinu. „En það er ekki þannig að kjararáð sé að semja um þessi laun. Þau gera rannsókn á því hvað fólk í sambærilegum stöðum er með í laun,“ útskýrði Bjarni og nefndi að kjararáð byggði ákvarðanir sínar á skýrslum og gögnum. Bjarni sagði þó mikilvægt að fá toppfólk til sérfræðistarfa í landinu. „Það þarf að ráða sérfræðinga í þessi störf.“ Hann sagði það sérstakt að hafa verið að ræða það fyrir stuttu í fjölmiðlum hversu mikilvægt það væri að bjóða læknum góð kjör en að annar tónn sé í landanum nú. „Þá voru allir sammála um að ef við ætluðum að fá besta mögulega fólk til landsins að þá yrðum við að tryggja að fá sem best kjör fyrir sérfræðinga,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði jafnframt að ekki væri kosningahrollur í Sjálfstæðisflokknum eða ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann sagðist munu benda kjósendum á góð störf ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu og að á miklum óvissutímum væri gott að halda áfram á sömu braut.
Tengdar fréttir Salek samstarfið í uppnámi út af kjararáði Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði. 14. júlí 2016 18:45 Kjararáð ákvarði laun fyrir mun færri Með frumvarpi til nýrra laga um kjararáð er lagt til að fækkað verði verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör. 16. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Salek samstarfið í uppnámi út af kjararáði Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði. 14. júlí 2016 18:45
Kjararáð ákvarði laun fyrir mun færri Með frumvarpi til nýrra laga um kjararáð er lagt til að fækkað verði verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör. 16. júlí 2016 07:00