Lífið

Tugmilljónir dást að hárprúðasta ungabarni heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Drengurinn sem allir eru að horfa á.
Drengurinn sem allir eru að horfa á.
Níu vikna gömul börn eru oftast nær ekkert sérstaklega hárprúð en það er ekki hægt að segja um ungan níu vikna gamlan dreng sem er sennilega að verða frægasta barn í heiminum um þessar mundir.

Barnið hefur fengið gælunafnið bjarnarhúnninn og er hann með sítt og þykkt dökkt hár. Vefsíðan Daily Mail birti í gær stutt myndband af því þegar móðir drengins er að blása hárið á honum með hárblásara.

Myndbandið sló strax í gegn og fór eins og eldur í sinu um netheima. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 52 milljónir manna horft á það á Facebook.

Chelsea Noon, 32 ára, móðir drengins á ekki til orð yfir viðbrögðunum og segir að fólk hreinlega stari á barnið þegar þau mæðginin fara út á meðal almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×