Var Jesús til? Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 6. október 2016 07:00 Stærstu trúarbrögð heimsins, kristindómurinn, eru grundvölluð á tilvist og boðskap Jesú frá Nasaret. En var Jesús til í raun og veru? Eða byggja fornar frásagnir af honum á mýtu, þ.e.a.s. á sögu sem ekki er sönn? Hópur manna, sem við getum kallað „mýtumenn“, heldur því einmitt fram að frásagnir af Jesú séu ekkert annað en mýtur og að persónan Jesús hafi aldrei verið til. Samkvæmt þessari skoðun hófst kristindómurinn með trú á andlega, goðsögulega veru, sem síðari kristnir menn héldu fram að hefði verið söguleg. Rök mýtumanna eru margvísleg, en í grundvallaratriðum eru þau þessi: (1) Það eru engar áreiðanlegar 1. aldar heimildir til um Jesú sem ekki eru kristnar. (2) Ekki er mikið minnst á Jesú í öðrum textum Nýja testamentisins en guðspjöllunum. Meira að segja Páll postuli minnist nánast ekkert á hinn sögulega Jesú. (3) Guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes, eru einu alvöru heimildirnar um hinn sögulega Jesú, en þeim er ekki einu sinni hægt að treysta, þar sem markmið þeirra var að boða trú, en ekki miðla sagnfræðilegum sannleika. Auk þess er í raun og veru aðeins um eitt guðspjall að ræða í þessu tilliti, þar sem Matteus, Lúkas og Jóhannes byggja öll á Markúsi. (4) Sögurnar um Jesú eiga sér nánar hliðstæður í samtíma mýtum um heiðna guði og aðra guðlega menn og eru því líklega af sama toga. Nýjatestamentisfræðingar, sem flestir eru á þeirri skoðun að Jesús hafi verið til (hver svo sem hann var), tiltaka eftirfarandi mótrök gegn þessum skoðunum mýtumanna: (1) Það er rétt að engar grísk-rómverskar heimildir frá 1. öld nefna Jesú. Það er á hinn bóginn rangt að engar ekki-kristnar heimildir nefni Jesú á nafn. Gyðinglegi sagnaritarinn Jósefus nefnir hann tvisvar í textum sínum, nokkuð sem mýtumenn andmæla með því að halda því fram að kristnir menn hafi síðar bætt þessum tilvísunum við. Þau rök eru veik þar sem engin forn handrit styðja slíkar viðbætur. Það er reyndar nokkuð algeng leið hjá mýtumönnum að bregðast við gagnrökum af þessu tagi með því að halda því fram að slíkar tilvísanir séu einfaldlega seinni tíma viðbætur. Til þess að slík rök séu sannfærandi þarf helst að liggja fyrir handritavitnisburður því til stuðnings. (2) Það er eðlilegt að meira sé minnst á Jesú í guðspjöllunum en í öðrum textum Nýja testamentisins, þar sem hann þó kemur fyrir. Páll minnist vissulega lítið á hinn sögulega Jesú – hann hefur meiri áhuga á hinum upprisna Kristi – en þó má sjá slíkt endrum og eins. Eitt dæmi er að finna í Fyrra Korintubréfi 11.22–24 þar sem Páll vísar beint í orð Jesú. (3) Það er rétt að meginmarkmið guðspjallahöfundanna voru ekki sagnfræðileg, heldur að boða trú á Jesú sem messías (hvað svo sem fólst í því). Það þýðir þó ekki að Jesús hafi ekki verið til. Guðspjöllin fjögur eru vissulega okkar bestu heimildir fyrir tilvist Jesú, en það er ekki rétt að um einungis eina heimild, Markús, sé að ræða. Matteus og Lúkas nota jú Markús sem heimild, en þeir nota að líkindum aðra sjálfstæða heimild sem kölluð hefur verið Q (af orðinu Quelle = heimild) – textabrot sem eru sameiginleg með Matteusi og Lúkasi en koma ekki fyrir í Markúsi, auk þess sem sérefni Matteusar og Lúkasar gætu verið eldri heimildir. Ef þetta er tilfellið er um fjórar sjálfstæðar heimildir að ræða um tilvist Jesú, auk Jóhannesarguðspjalls sem geymir aðra sjálfstæða heimild sem þó tilheyrir líklega seinni tíma. (4) Það að til voru goðsagnir um persónuna Jesú þýðir ekki að hann hafi ekki verið til, enda þótt hann hafi e.t.v. ekki verið eins og goðsögurnar lýsa honum. Í fornöld voru til álíka sögur af persónum sem við vitum að voru til í raun og veru. Gott dæmi er Apollóníus frá Týana sem var uppi á 1. öld e.Kr., en lýsingu á honum svipar mjög til frásagna af Jesú. Þegar þessi rök og mótrök eru metin bendir flest til þess að Jesús hafi í raun og veru verið til. Sú niðurstaða þýðir þó ekki að hann hafi sagt og gert alla þá hluti sem guðspjöllin segja til um. Guðspjöllin eru ekki sagnfræðileg rit, heldur trúarleg, eins og mýtumenn benda réttilega á. Góðum og gildum aðferðum þarf að beita til þess að ákvarða hvað er líklegt að Jesús hafi sagt og gert í raun og veru, en sú spurning er krufin til mergjar við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stærstu trúarbrögð heimsins, kristindómurinn, eru grundvölluð á tilvist og boðskap Jesú frá Nasaret. En var Jesús til í raun og veru? Eða byggja fornar frásagnir af honum á mýtu, þ.e.a.s. á sögu sem ekki er sönn? Hópur manna, sem við getum kallað „mýtumenn“, heldur því einmitt fram að frásagnir af Jesú séu ekkert annað en mýtur og að persónan Jesús hafi aldrei verið til. Samkvæmt þessari skoðun hófst kristindómurinn með trú á andlega, goðsögulega veru, sem síðari kristnir menn héldu fram að hefði verið söguleg. Rök mýtumanna eru margvísleg, en í grundvallaratriðum eru þau þessi: (1) Það eru engar áreiðanlegar 1. aldar heimildir til um Jesú sem ekki eru kristnar. (2) Ekki er mikið minnst á Jesú í öðrum textum Nýja testamentisins en guðspjöllunum. Meira að segja Páll postuli minnist nánast ekkert á hinn sögulega Jesú. (3) Guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes, eru einu alvöru heimildirnar um hinn sögulega Jesú, en þeim er ekki einu sinni hægt að treysta, þar sem markmið þeirra var að boða trú, en ekki miðla sagnfræðilegum sannleika. Auk þess er í raun og veru aðeins um eitt guðspjall að ræða í þessu tilliti, þar sem Matteus, Lúkas og Jóhannes byggja öll á Markúsi. (4) Sögurnar um Jesú eiga sér nánar hliðstæður í samtíma mýtum um heiðna guði og aðra guðlega menn og eru því líklega af sama toga. Nýjatestamentisfræðingar, sem flestir eru á þeirri skoðun að Jesús hafi verið til (hver svo sem hann var), tiltaka eftirfarandi mótrök gegn þessum skoðunum mýtumanna: (1) Það er rétt að engar grísk-rómverskar heimildir frá 1. öld nefna Jesú. Það er á hinn bóginn rangt að engar ekki-kristnar heimildir nefni Jesú á nafn. Gyðinglegi sagnaritarinn Jósefus nefnir hann tvisvar í textum sínum, nokkuð sem mýtumenn andmæla með því að halda því fram að kristnir menn hafi síðar bætt þessum tilvísunum við. Þau rök eru veik þar sem engin forn handrit styðja slíkar viðbætur. Það er reyndar nokkuð algeng leið hjá mýtumönnum að bregðast við gagnrökum af þessu tagi með því að halda því fram að slíkar tilvísanir séu einfaldlega seinni tíma viðbætur. Til þess að slík rök séu sannfærandi þarf helst að liggja fyrir handritavitnisburður því til stuðnings. (2) Það er eðlilegt að meira sé minnst á Jesú í guðspjöllunum en í öðrum textum Nýja testamentisins, þar sem hann þó kemur fyrir. Páll minnist vissulega lítið á hinn sögulega Jesú – hann hefur meiri áhuga á hinum upprisna Kristi – en þó má sjá slíkt endrum og eins. Eitt dæmi er að finna í Fyrra Korintubréfi 11.22–24 þar sem Páll vísar beint í orð Jesú. (3) Það er rétt að meginmarkmið guðspjallahöfundanna voru ekki sagnfræðileg, heldur að boða trú á Jesú sem messías (hvað svo sem fólst í því). Það þýðir þó ekki að Jesús hafi ekki verið til. Guðspjöllin fjögur eru vissulega okkar bestu heimildir fyrir tilvist Jesú, en það er ekki rétt að um einungis eina heimild, Markús, sé að ræða. Matteus og Lúkas nota jú Markús sem heimild, en þeir nota að líkindum aðra sjálfstæða heimild sem kölluð hefur verið Q (af orðinu Quelle = heimild) – textabrot sem eru sameiginleg með Matteusi og Lúkasi en koma ekki fyrir í Markúsi, auk þess sem sérefni Matteusar og Lúkasar gætu verið eldri heimildir. Ef þetta er tilfellið er um fjórar sjálfstæðar heimildir að ræða um tilvist Jesú, auk Jóhannesarguðspjalls sem geymir aðra sjálfstæða heimild sem þó tilheyrir líklega seinni tíma. (4) Það að til voru goðsagnir um persónuna Jesú þýðir ekki að hann hafi ekki verið til, enda þótt hann hafi e.t.v. ekki verið eins og goðsögurnar lýsa honum. Í fornöld voru til álíka sögur af persónum sem við vitum að voru til í raun og veru. Gott dæmi er Apollóníus frá Týana sem var uppi á 1. öld e.Kr., en lýsingu á honum svipar mjög til frásagna af Jesú. Þegar þessi rök og mótrök eru metin bendir flest til þess að Jesús hafi í raun og veru verið til. Sú niðurstaða þýðir þó ekki að hann hafi sagt og gert alla þá hluti sem guðspjöllin segja til um. Guðspjöllin eru ekki sagnfræðileg rit, heldur trúarleg, eins og mýtumenn benda réttilega á. Góðum og gildum aðferðum þarf að beita til þess að ákvarða hvað er líklegt að Jesús hafi sagt og gert í raun og veru, en sú spurning er krufin til mergjar við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun