Til vina taugakerfisins Auður Guðjónsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Á því ári sem liðið er frá því stjórnvöld og 26 þúsund aðrir Íslendingar náðu inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna ákvæði um að þjóðir heims skuli vinna að því að bæta meðferðir við skemmdum í taugakerfinu hefur ýmislegt verið gert til að fylgja málinu eftir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vakti athygli á starfi Íslands í þágu taugakerfisins á Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf og hefur lagt til við Norrænu ráðherranefndina að Norðurlöndin setji sameiginlega á fót rannsóknarsetur fyrir mænuskaða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður hefur vakið athygli norrænna sósíaldemókrata á verkefninu sem leitt hefur til að sósíaldemókratar hafa lagt fram tímamótatillögu í þágu taugakerfisins sem tekin verður til umfjöllunar á Norðurlandaþinginu í nóvember næstkomandi. Tillöguna má lesa hér: https://www.norden.org/da/nordisk-raad/sager-og-dokumenter/a-1683-velfaerd/ Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur leitað eftir því við Norrænu ráðherranefndina að nefndin taki upp ofangreint ákvæði úr stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og geri Norðurlöndin að leiðandi afli á sviði taugakerfisins. Taki frændur okkar á Norðurlandaþingi vel í málaleitan ráðamanna okkar og samþykki að láta greina stóru norrænu rannsóknarmynd taugakerfisins og samkeyra upplýsingarnar gæti það orðið fyrsti vísir að alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á hvernig taugakerfið starfar. Eins og flestir vita gengur afar hægt að finna lækningu í taugakerfinu svo sem við heila- og mænuskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, Parkinsonveiki, flogaveiki, MS, MND og fleiru. Helsta ástæðan er sú að taugakerfið er flókið og læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig það starfar. Þess vegna þarf vísindasvið taugakerfisins nauðsynlega á pólitískri aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Við Íslendingar lögðum á brattann með taugakerfið hjá Sameinuðu þjóðunum til að skapa grundvöll fyrir alþjóðlegt átak til aukins skilnings á því. Við komumst á rekspöl og leitum nú eftir við hin norrænu ríkin að þau standi með okkur. Greinarhöfundur biður þá íslensku alþingismenn sem sitja munu þing Norðurlandaráðs í nóvember að tala hátt og snjallt máli taugakerfisins á þinginu. Með því gæta þeir ekki einungis hagsmuna Íslands heldur allrar heimsbyggðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á því ári sem liðið er frá því stjórnvöld og 26 þúsund aðrir Íslendingar náðu inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna ákvæði um að þjóðir heims skuli vinna að því að bæta meðferðir við skemmdum í taugakerfinu hefur ýmislegt verið gert til að fylgja málinu eftir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vakti athygli á starfi Íslands í þágu taugakerfisins á Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf og hefur lagt til við Norrænu ráðherranefndina að Norðurlöndin setji sameiginlega á fót rannsóknarsetur fyrir mænuskaða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður hefur vakið athygli norrænna sósíaldemókrata á verkefninu sem leitt hefur til að sósíaldemókratar hafa lagt fram tímamótatillögu í þágu taugakerfisins sem tekin verður til umfjöllunar á Norðurlandaþinginu í nóvember næstkomandi. Tillöguna má lesa hér: https://www.norden.org/da/nordisk-raad/sager-og-dokumenter/a-1683-velfaerd/ Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur leitað eftir því við Norrænu ráðherranefndina að nefndin taki upp ofangreint ákvæði úr stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og geri Norðurlöndin að leiðandi afli á sviði taugakerfisins. Taki frændur okkar á Norðurlandaþingi vel í málaleitan ráðamanna okkar og samþykki að láta greina stóru norrænu rannsóknarmynd taugakerfisins og samkeyra upplýsingarnar gæti það orðið fyrsti vísir að alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á hvernig taugakerfið starfar. Eins og flestir vita gengur afar hægt að finna lækningu í taugakerfinu svo sem við heila- og mænuskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, Parkinsonveiki, flogaveiki, MS, MND og fleiru. Helsta ástæðan er sú að taugakerfið er flókið og læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig það starfar. Þess vegna þarf vísindasvið taugakerfisins nauðsynlega á pólitískri aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Við Íslendingar lögðum á brattann með taugakerfið hjá Sameinuðu þjóðunum til að skapa grundvöll fyrir alþjóðlegt átak til aukins skilnings á því. Við komumst á rekspöl og leitum nú eftir við hin norrænu ríkin að þau standi með okkur. Greinarhöfundur biður þá íslensku alþingismenn sem sitja munu þing Norðurlandaráðs í nóvember að tala hátt og snjallt máli taugakerfisins á þinginu. Með því gæta þeir ekki einungis hagsmuna Íslands heldur allrar heimsbyggðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun