Handbolti

Eyjamenn á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Theodór hefur byrjað tímabilið frábærlega og skoraði 11 mörk á Nesinu í kvöld.
Theodór hefur byrjað tímabilið frábærlega og skoraði 11 mörk á Nesinu í kvöld. vísir/vilhelm
Eyjamenn unnu sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum þegar þeir sóttu Gróttu heim í 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 18-26, ÍBV í vil.

Með sigrinum komust Eyjamenn á topp deildarinnar og þeir verða þar a.m.k. fram á laugardaginn þegar Afturelding, sem er í 2. sætinu, mætir Stjörnunni.

Leikurinn í kvöld var jafn framan af en í stöðunni 16-14 um miðjan seinni hálfleik snerist hann við.

Eyjamenn breyttu um vörn og fóru í kjölfarið á flug, skoruðu 10 mörk í röð og náðu átta marka forystu, 16-24. Sami munur var svo á liðunum þegar lokaflautið gall.

Theodór Sigurbjörnsson skoraði 11 mörk fyrir ÍBV og Sigurbergur Sveinsson átta. Þeir félagar gerðu því 19 af 26 mörkum Eyjaliðsins.

Bræðurnir Finnur Ingi og Júlíus Þórir Stefánssynir voru markahæstir hjá Gróttu með fimm og fjögur mörk.

Mörk Gróttu:

Finnur Ingi Stefánsson 5, Júlíus Þórir Stefánsson 4, Þráinn Orri Jónsson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Vilhjálmur Geir Hauksson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.

Mörk ÍBV:

Theodór Sigurbjörnsson 11, Sigurbergur Sveinsson 8, Kári Kristjánsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×