Erlent

Norðmenn ætla að banna búrkur í skólum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Höfuðklútar verða áfram leyfilegir, að sögn menntamálaráðherrans.
Höfuðklútar verða áfram leyfilegir, að sögn menntamálaráðherrans. vísir/getty
Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í gær áform sín um að banna búrkur í skólastofum landsins. Bannið á ekki við um höfuðklúta, eða hijab, sem hylja ekki andlitið, að sögn menntamálaráðherrans Torbjørn Røe Isaksen, í samtali við Vart Land dagblaðið.

Sjaldgæft er að konur í Noregi klæðist í búrkum, en þrátt fyrir það hefur töluverð umræða verið um bann við búrkum í landinu að undanförnu. Einungis þrjár vikur eru síðan innanríkisráðherra landsins, Sylfi Listhaust, lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni ekki setja á slíkt bann, eftir að stjórnarandstaðan lagði fram tillögu þess efnis.

Nokkur Evrópulönd hafa að undanförnu bannað þennan klæðaburð. Búlgaría bannaði hann á föstudag og þá hefur bann við búrkum verið sett á í Frakklandi og í Belgíu.

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru flestir Bretar hlynntir því að bann verði sett við búrkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×