Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2016 10:09 Paolo Macchiarini hóf störf á Karolinska sjúkrahúsinu árið 2010. Vísir/AFP Starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur skaðað tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum. Þetta kemur fram í óháðri rannsókn um mál Macchiarini en niðurstöður hennar voru gerðar opinberar í dag. Í skýrslunni segir að Macciarini hafi sýnt fram á ónæga þekkingu á og virðingu fyrir regluverki. Þá hafi hann ekki tryggt öryggi sjúklinga og ekki hafi verið gerðar nægilegar rannsóknir á dýrum áður en aðgerðirnar voru gerðar á mönnum. Aldrei hefði átt að ráða Macchiarini.Í frétt SVT kemur fram að Macchiarini hafi hafið störf á Karolinska árið 2010 og á árunum 2011 til 2012 framkvæmt hann þrjár plastbarkaígræðslur. Tveir sjúklinganna eru nú látnir, en einn liggur nú á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Árið 2014 bárust þrjár tilkynningar frá heilbrigðisstarfsfólki þar sem Macchiarini var sakaður að hafa falsað niðurstöður rannsókna.Sjá einnig: Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Í skýrslunni segir jafnframt að starfsfólk sjúkrahússins hafi margt orðið fyrir skaða vegna framgöngu Macchiarini. Hann hafi borið ábyrgð á framkvæmd aðgerðanna, en að forsvarsmenn skurðstofanna þar sem aðgerðirnar voru framkvæmdar hafi einnig átt að tryggja öryggi sjúklinganna.Kom frá ÍslandiFyrsti sjúklingurinn sem gekkst undir plastbarkaíbræðslu hjá Macchiarini var Erítreumaðurinn Andemariam Beyene sem var sendur frá Íslandi. Hann lést árið 2014. Beyene var með krabbamein í hálsi og var sendur til Stokkhólms þar sem honum var boðið að gangast undir ígræðslu. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir tók þátt í aðgerðinni á Andemariam, og hefur áður sagst hafa talið aðgerðina framkvæmda í góðri trú. Læknarnir Tómas og Óskar Einarsson voru meðhöfundar að grein Macchiarini í læknatímaritinu The Lancet þar sem kom fram að aðgerðin hefði heppnast vel og að plastbarkaígræðslan hafi gefið góða raun. Birgir Jakobsson landlæknir var forstjóri Karolinska þegar aðgerðirnar voru framkvæmdar. Kjell Asplund framkvæmdi rannsóknina og ræddi meðal annars við Birgi Jakobsson, Tómas Guðbjartsson og Helgi Guðbergsson, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.Sjá má skýrsluna í heild sinni hér. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur skaðað tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum. Þetta kemur fram í óháðri rannsókn um mál Macchiarini en niðurstöður hennar voru gerðar opinberar í dag. Í skýrslunni segir að Macciarini hafi sýnt fram á ónæga þekkingu á og virðingu fyrir regluverki. Þá hafi hann ekki tryggt öryggi sjúklinga og ekki hafi verið gerðar nægilegar rannsóknir á dýrum áður en aðgerðirnar voru gerðar á mönnum. Aldrei hefði átt að ráða Macchiarini.Í frétt SVT kemur fram að Macchiarini hafi hafið störf á Karolinska árið 2010 og á árunum 2011 til 2012 framkvæmt hann þrjár plastbarkaígræðslur. Tveir sjúklinganna eru nú látnir, en einn liggur nú á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Árið 2014 bárust þrjár tilkynningar frá heilbrigðisstarfsfólki þar sem Macchiarini var sakaður að hafa falsað niðurstöður rannsókna.Sjá einnig: Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Í skýrslunni segir jafnframt að starfsfólk sjúkrahússins hafi margt orðið fyrir skaða vegna framgöngu Macchiarini. Hann hafi borið ábyrgð á framkvæmd aðgerðanna, en að forsvarsmenn skurðstofanna þar sem aðgerðirnar voru framkvæmdar hafi einnig átt að tryggja öryggi sjúklinganna.Kom frá ÍslandiFyrsti sjúklingurinn sem gekkst undir plastbarkaíbræðslu hjá Macchiarini var Erítreumaðurinn Andemariam Beyene sem var sendur frá Íslandi. Hann lést árið 2014. Beyene var með krabbamein í hálsi og var sendur til Stokkhólms þar sem honum var boðið að gangast undir ígræðslu. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir tók þátt í aðgerðinni á Andemariam, og hefur áður sagst hafa talið aðgerðina framkvæmda í góðri trú. Læknarnir Tómas og Óskar Einarsson voru meðhöfundar að grein Macchiarini í læknatímaritinu The Lancet þar sem kom fram að aðgerðin hefði heppnast vel og að plastbarkaígræðslan hafi gefið góða raun. Birgir Jakobsson landlæknir var forstjóri Karolinska þegar aðgerðirnar voru framkvæmdar. Kjell Asplund framkvæmdi rannsóknina og ræddi meðal annars við Birgi Jakobsson, Tómas Guðbjartsson og Helgi Guðbergsson, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.Sjá má skýrsluna í heild sinni hér.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00
Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56
Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07