Fækkun um 40 á einu ári hjá Plain Vanilla: Fyrirtækið tók meðvitað mikla áhættu Birgir Olgeirsson skrifar 29. apríl 2016 15:18 Magnús Þór Torfason, lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands, segir of mikið í lagt að líta á niðurskurð á Plain Vanilla sem einhverjar ófarir. Vísir „Það er kannski eitthvað sem er rétt að hafa í huga að fólk dragi ekki of miklar ályktanir af þessari einu uppsögn,“ segir Magnús Þór Torfason, lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands, um fjöldauppsögnina hjá tölvuleikaframleiðandanum Plain Vanilla, framleiðanda QuizUp-appsins, fyrr í dag þar sem stöðugildum hjá fyrirtækinu var fækkað um rúman þriðjung, eða 27 talsins. Fyrirtækið byrjaði með fjóra starfsmenn árið 2012. Þegar QuizUp-appinu var hleypt af stokkunum í nóvember 2013 voru starfsmennirnir ekki nema 16. Sumarið eftir voru þeir 40 og ári síðar, í júní 2015 þegar þróunarstarfið náði hámarki, urðu þeir 86 talsins. Í dag starfa um fjörutíu hjá fyrirtækinu en stefnan er sett á að fyrirtækið skili hagnaði á árinu með því að afla meiri tekna og með samrekstri við tölvuleikjaframleiðandann Glu Mobile Inc sem fjárfesti í Plain Vanilla fyrir 7,5 milljónir Bandaríkjadala í upphafi árs, sem samsvarar tæpum einum milljarði króna. Stefnt að stöndugu fyrirtæki á heimsmælikvarða „Plain Vanilla hefur verið á vegferð með það að markmiði að verða stöndugt fyrirtæki, ekki bara á íslenskan mælikvarða heldur á heimsmælikvarða. Það ætti ekki að koma fólki á óvart að það séu miklar áskoranir við það og það sé ekki bein braut sem liggur þar fyrir. Við höfum séð það fyrir hjá öðrum fyrirtækjum,“ segir Magnús Þór og tekur íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP sem dæmi sem lagði niður 49 störf árið 2014. Magnús Þór segir Plain Vanilla hafa tekið mikla áhættu á sínum tíma þegar fyrirtækið hafnaði tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikafyrirtækisins Zynga Games árið 2013. Fyrirtækið tók þess í stað inn mikið fé í formi hlutafjár, fjölgaði starfsmönnum og reyndi að stækka vöruna. Greint var frá því á ársfundi íslenskra leikjaframleiðenda fyrir tuttugu dögum að fjárfest hafi verið fyrir um fimm milljarða króna í Plain Vanilla frá stofnun þess. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla.Vísir/valli Tóku meðvitaða áhættu Hann segir of mikið að líta á þennan niðurskurð hjá fyrirtækinu sem einhverjar ófarir. Þá sé heldur vel í lagt að líta svo á stöðuna að það séu mistök að vera í nýsköpun þó fyrirtæki taki áhættu og þurfi svo að breyta stefnu, líkt og Plain Vanilla er að einhverju leyti að gera í dag með þróun QuizUp-sjónvarpsþáttarins í samvinnu við NBC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum. „Það var alveg skýrt að þessi áhætta var meðvituð og ég geri ekki ráð fyrir öðru en menn hafi áttað sig á því og fjárfestarnir gerðu sér klárlega grein fyrir því að þetta væri áhætta,“ segir Magnús Þór og talar þar um fjárfestana Tencent Holdings og Sequoia Capilta sem leiddu endurfjármögnun Plain Vanilla í lok árs 2013 upp á 22 milljónir dollara.75 prósent af áhættufjárfestingu tapast Magnús Þór segir að það hafi verið gaman að fylgjast með þróun Plain Vanilla, fyrirtækið hafi staðið sig að mörgu leyti vel. Hann segist þó hafa verið hugsi vegna umfjöllunarinnar um fyrirtækið, hún hafi að mörgu leyti verið á þann veg að fyrirtækið væri búið að „meika það “ eins og oft er sagt. „Það hefur verið fjallað svolítið um það í umfjöllun um Plain Vanilla að þetta væri fyrirtæki sem myndi lifa næstu hundruð árin og einmitt af þeirri ástæðu yrði það neikvætt ef það gengi ekki upp. Tölfræðin segir að fyrirtæki sem taka inn áhættufjárfestingu, af þeirri stærðargráðu sem Plain Vanilla tók inn, 75 prósent af slíkum fjárfestingum tapast að einhverju leyti. Fjárfestarnir fá ekki sína peninga til baka. Þannig að þetta eru fjárfestar sem gera sér fullkomlega grein fyrir því hvað þeir eru að gera. Það er þá spurning hvort þeir sem horfa á þetta utan frá hvort þeir átti sig á því,“ segir Magnús Þór. Fjárfesta buðu einkaþotur til að hafa gamanPlain Vanilla var stofnað árið 2010 og kynnti leikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn hlaut ekki góðar viðtökur og var þá leitað á ný mið. Útkoman varð QuizUp sem naut töluverðra vinsælda og er í dag með um þrjátíu milljónir notenda. Hróður Plain Vanilla jókst hratt og lýsti Þorsteinn Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, því í samtali við Jón Ársæl í Sjálfstæðu fólki að erlendir fjárfestir hefðu sýnt mikinn áhuga og buðust jafnvel til að senda einkaþotur til Íslands til að flytja hann til Las Vegas í Bandaríkjunum til að hafa gaman. Þá markaðssetti fyrirtækið sig sem besta vinnustað í heimi þar sem kokkur frá Argentínu steikhúsi eldaði mat fyrir starfsmenn fjóra daga vikunnar. Þar að auki voru starfsmenn sagðir allar þær Apple-vörur sem þeir þurfa, eins og tölvur og síma. Einnig ókeypis líkamsræktarkort og eins mikla kókómjólk og ávexti og þeir gátu í sig látið í vinnunni.Sjá einnig: Töluverð fríðindi fylgja starfi hjá Plain VanillaFókusinn á Bandaríkin Í lok árs 2014 var boðuð uppfærsla á QuizUp sem átti að skila Plain Vanilla tekjum af leiknum. Leiknum var á vissan hátt breytt í samfélagsmiðil sem átti að keppa við risa á borð við Facebook og Twitter. Samkvæmt tilkynningu sem barst frá fyrirtækinu í dag vegna þeirra uppsagna sem það réðist í þá er aðaláherslan lögð á QuizUp-sjónvarpsþáttinn sem sýndur verður í Bandaríkjunum. Ætlar Plain Vanilla að auka umsvif sín í Los Angeles þar sem verið er að leggja lokahönd á spurningaþáttinn Quiz Upp í myndveri sjónvarpsrisans NBC. Stefnt er að því að fyrsti þátturinn fari í loftið í september en markmiðið með honum er að áhorfendur heima í stofu keppi við keppendur í sjónvarpssal í gegnum QuizUp-appið. Tengdar fréttir NBC gerir þætti sem byggja á Quizup "Við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC,“ segir Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla. 30. september 2015 15:05 Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31 27 sagt upp hjá Plain Vanilla Gert vegna kröfu um að skila hagnaði og aukinna umsvifa í Bandaríkjunum. 29. apríl 2016 11:16 Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00 Fimm milljarðar króna í Plain Vanilla frá 2011 Gríðarleg gróska ríkir hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Forstjóri Plain Vanilla segir tíðarandabreytingu í fjárfestingaumhverfinu í Kísildal; meiri áhersla sé nú lögð á tekjur og hagnað. 9. apríl 2016 07:00 Íslensku starfsmennirnir komnir heim Skrifstofa QuizUp í New York mun koma til með að verða lokað í kjölfar fjárfestingar bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Glu Mobile í Plain Vanilla. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Það er kannski eitthvað sem er rétt að hafa í huga að fólk dragi ekki of miklar ályktanir af þessari einu uppsögn,“ segir Magnús Þór Torfason, lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands, um fjöldauppsögnina hjá tölvuleikaframleiðandanum Plain Vanilla, framleiðanda QuizUp-appsins, fyrr í dag þar sem stöðugildum hjá fyrirtækinu var fækkað um rúman þriðjung, eða 27 talsins. Fyrirtækið byrjaði með fjóra starfsmenn árið 2012. Þegar QuizUp-appinu var hleypt af stokkunum í nóvember 2013 voru starfsmennirnir ekki nema 16. Sumarið eftir voru þeir 40 og ári síðar, í júní 2015 þegar þróunarstarfið náði hámarki, urðu þeir 86 talsins. Í dag starfa um fjörutíu hjá fyrirtækinu en stefnan er sett á að fyrirtækið skili hagnaði á árinu með því að afla meiri tekna og með samrekstri við tölvuleikjaframleiðandann Glu Mobile Inc sem fjárfesti í Plain Vanilla fyrir 7,5 milljónir Bandaríkjadala í upphafi árs, sem samsvarar tæpum einum milljarði króna. Stefnt að stöndugu fyrirtæki á heimsmælikvarða „Plain Vanilla hefur verið á vegferð með það að markmiði að verða stöndugt fyrirtæki, ekki bara á íslenskan mælikvarða heldur á heimsmælikvarða. Það ætti ekki að koma fólki á óvart að það séu miklar áskoranir við það og það sé ekki bein braut sem liggur þar fyrir. Við höfum séð það fyrir hjá öðrum fyrirtækjum,“ segir Magnús Þór og tekur íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP sem dæmi sem lagði niður 49 störf árið 2014. Magnús Þór segir Plain Vanilla hafa tekið mikla áhættu á sínum tíma þegar fyrirtækið hafnaði tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikafyrirtækisins Zynga Games árið 2013. Fyrirtækið tók þess í stað inn mikið fé í formi hlutafjár, fjölgaði starfsmönnum og reyndi að stækka vöruna. Greint var frá því á ársfundi íslenskra leikjaframleiðenda fyrir tuttugu dögum að fjárfest hafi verið fyrir um fimm milljarða króna í Plain Vanilla frá stofnun þess. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla.Vísir/valli Tóku meðvitaða áhættu Hann segir of mikið að líta á þennan niðurskurð hjá fyrirtækinu sem einhverjar ófarir. Þá sé heldur vel í lagt að líta svo á stöðuna að það séu mistök að vera í nýsköpun þó fyrirtæki taki áhættu og þurfi svo að breyta stefnu, líkt og Plain Vanilla er að einhverju leyti að gera í dag með þróun QuizUp-sjónvarpsþáttarins í samvinnu við NBC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum. „Það var alveg skýrt að þessi áhætta var meðvituð og ég geri ekki ráð fyrir öðru en menn hafi áttað sig á því og fjárfestarnir gerðu sér klárlega grein fyrir því að þetta væri áhætta,“ segir Magnús Þór og talar þar um fjárfestana Tencent Holdings og Sequoia Capilta sem leiddu endurfjármögnun Plain Vanilla í lok árs 2013 upp á 22 milljónir dollara.75 prósent af áhættufjárfestingu tapast Magnús Þór segir að það hafi verið gaman að fylgjast með þróun Plain Vanilla, fyrirtækið hafi staðið sig að mörgu leyti vel. Hann segist þó hafa verið hugsi vegna umfjöllunarinnar um fyrirtækið, hún hafi að mörgu leyti verið á þann veg að fyrirtækið væri búið að „meika það “ eins og oft er sagt. „Það hefur verið fjallað svolítið um það í umfjöllun um Plain Vanilla að þetta væri fyrirtæki sem myndi lifa næstu hundruð árin og einmitt af þeirri ástæðu yrði það neikvætt ef það gengi ekki upp. Tölfræðin segir að fyrirtæki sem taka inn áhættufjárfestingu, af þeirri stærðargráðu sem Plain Vanilla tók inn, 75 prósent af slíkum fjárfestingum tapast að einhverju leyti. Fjárfestarnir fá ekki sína peninga til baka. Þannig að þetta eru fjárfestar sem gera sér fullkomlega grein fyrir því hvað þeir eru að gera. Það er þá spurning hvort þeir sem horfa á þetta utan frá hvort þeir átti sig á því,“ segir Magnús Þór. Fjárfesta buðu einkaþotur til að hafa gamanPlain Vanilla var stofnað árið 2010 og kynnti leikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn hlaut ekki góðar viðtökur og var þá leitað á ný mið. Útkoman varð QuizUp sem naut töluverðra vinsælda og er í dag með um þrjátíu milljónir notenda. Hróður Plain Vanilla jókst hratt og lýsti Þorsteinn Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, því í samtali við Jón Ársæl í Sjálfstæðu fólki að erlendir fjárfestir hefðu sýnt mikinn áhuga og buðust jafnvel til að senda einkaþotur til Íslands til að flytja hann til Las Vegas í Bandaríkjunum til að hafa gaman. Þá markaðssetti fyrirtækið sig sem besta vinnustað í heimi þar sem kokkur frá Argentínu steikhúsi eldaði mat fyrir starfsmenn fjóra daga vikunnar. Þar að auki voru starfsmenn sagðir allar þær Apple-vörur sem þeir þurfa, eins og tölvur og síma. Einnig ókeypis líkamsræktarkort og eins mikla kókómjólk og ávexti og þeir gátu í sig látið í vinnunni.Sjá einnig: Töluverð fríðindi fylgja starfi hjá Plain VanillaFókusinn á Bandaríkin Í lok árs 2014 var boðuð uppfærsla á QuizUp sem átti að skila Plain Vanilla tekjum af leiknum. Leiknum var á vissan hátt breytt í samfélagsmiðil sem átti að keppa við risa á borð við Facebook og Twitter. Samkvæmt tilkynningu sem barst frá fyrirtækinu í dag vegna þeirra uppsagna sem það réðist í þá er aðaláherslan lögð á QuizUp-sjónvarpsþáttinn sem sýndur verður í Bandaríkjunum. Ætlar Plain Vanilla að auka umsvif sín í Los Angeles þar sem verið er að leggja lokahönd á spurningaþáttinn Quiz Upp í myndveri sjónvarpsrisans NBC. Stefnt er að því að fyrsti þátturinn fari í loftið í september en markmiðið með honum er að áhorfendur heima í stofu keppi við keppendur í sjónvarpssal í gegnum QuizUp-appið.
Tengdar fréttir NBC gerir þætti sem byggja á Quizup "Við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC,“ segir Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla. 30. september 2015 15:05 Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31 27 sagt upp hjá Plain Vanilla Gert vegna kröfu um að skila hagnaði og aukinna umsvifa í Bandaríkjunum. 29. apríl 2016 11:16 Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00 Fimm milljarðar króna í Plain Vanilla frá 2011 Gríðarleg gróska ríkir hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Forstjóri Plain Vanilla segir tíðarandabreytingu í fjárfestingaumhverfinu í Kísildal; meiri áhersla sé nú lögð á tekjur og hagnað. 9. apríl 2016 07:00 Íslensku starfsmennirnir komnir heim Skrifstofa QuizUp í New York mun koma til með að verða lokað í kjölfar fjárfestingar bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Glu Mobile í Plain Vanilla. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
NBC gerir þætti sem byggja á Quizup "Við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC,“ segir Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla. 30. september 2015 15:05
Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31
27 sagt upp hjá Plain Vanilla Gert vegna kröfu um að skila hagnaði og aukinna umsvifa í Bandaríkjunum. 29. apríl 2016 11:16
Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00
Fimm milljarðar króna í Plain Vanilla frá 2011 Gríðarleg gróska ríkir hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Forstjóri Plain Vanilla segir tíðarandabreytingu í fjárfestingaumhverfinu í Kísildal; meiri áhersla sé nú lögð á tekjur og hagnað. 9. apríl 2016 07:00
Íslensku starfsmennirnir komnir heim Skrifstofa QuizUp í New York mun koma til með að verða lokað í kjölfar fjárfestingar bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Glu Mobile í Plain Vanilla. 20. febrúar 2016 07:00