Maíspá Siggu Kling – Hrútur: Notaðu stressið sem orkugjafa 29. apríl 2016 09:00 Elsku hjartans kraftmikli og þrjóski Hrúturinn minn. Það er búin að vera sérlega mikil spenna hjá þér og þér hefur fundist eins og þú hafir ekki framkvæmt nóg eða gert allt sem þú ætlaðir þér að gera og þar af leiðandi er einhver smá pirringur á sveimi í kringum þig. Ástæðan fyrir þessu er að plánetan Mars er „retrograde“, eða fer afturábak fram í júní. Það hægir aðeins á framkvæmdum og núna vill alheimurinn kenna þér að slaka aðeins á, því lífið heldur áfram þó að þú þurfir ekki að gera allt sjálfur. Þetta er spennandi tími og þú ert búinn að raða upp svo mörgu síðastliðna mánuði. Það kemur einhver heppni upp í hendurnar á þér sem að leysir flestan þinn vanda. Stundum gerist lífið bara þó að þú sért ekki búinn að plana nákvæmlega það sem á að fara að gerast. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinum mistökum því að það er einhvern veginn eins og að hlutirnir leysist bara á síðustu stundu. Það verður kraftur yfir þeim sem eru í prófum eða að taka þátt í keppni og þú kemur út sem sigurvegari, hjartans Hrúturinn minn. Þitt ótrúlega skemmtilega ímyndunarafl mun gæða líf þitt töfrum og þú færð einhverja hugljómun. Hugljómun er þegar maður fattar: „Ah, já, ég er á réttri leið, já, ég elska, og svo framvegis.“ Maí gerir undirstöðurnar þínar fyrir ótrúlega skemmtilegt sumar svo sterkar. Verkefnin verða fleiri og öðruvísi en þú bjóst við og þú munt elska að láta koma þér á óvart! Ef læðast að þér áhyggjur út af einhverju sem þú varst búinn að lofa og ert hræddur um að geta ekki staðið við að öllu leyti mundu þá að þetta mun allt fara vel. Hentu stressinu út eða nýttu þér það sem orku! Það getur nefnilega verið brjálaður kraftur í stressinu ef maður nær að nýta það rétt. Það er svo skemmtilegt við þig, elskan mín, að stundum ert þú svo ægilega ástfanginn af hinu og þessu og svo hinn daginn er eins og allt sé bara búið að snúast við í huga þínum. Þú ert bara svo tilfinningaríkur og þú skalt bara nýta þér það. Þú þarft stöðugleika, hjartað mitt, og sá sem þú elskar þarf að vera með allt á hreinu því að annars missir þú máttinn þinn. Þú átt eftir að heilla ótrúlegasta fólk því þú átt eftir að líta svo vel út í maí og svo munt þú hafa svo gaman af lífinu! Lífið er gott núna, elsku Hrúturinn minn, þín Sigga Kling Frægir hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Elsku hjartans kraftmikli og þrjóski Hrúturinn minn. Það er búin að vera sérlega mikil spenna hjá þér og þér hefur fundist eins og þú hafir ekki framkvæmt nóg eða gert allt sem þú ætlaðir þér að gera og þar af leiðandi er einhver smá pirringur á sveimi í kringum þig. Ástæðan fyrir þessu er að plánetan Mars er „retrograde“, eða fer afturábak fram í júní. Það hægir aðeins á framkvæmdum og núna vill alheimurinn kenna þér að slaka aðeins á, því lífið heldur áfram þó að þú þurfir ekki að gera allt sjálfur. Þetta er spennandi tími og þú ert búinn að raða upp svo mörgu síðastliðna mánuði. Það kemur einhver heppni upp í hendurnar á þér sem að leysir flestan þinn vanda. Stundum gerist lífið bara þó að þú sért ekki búinn að plana nákvæmlega það sem á að fara að gerast. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinum mistökum því að það er einhvern veginn eins og að hlutirnir leysist bara á síðustu stundu. Það verður kraftur yfir þeim sem eru í prófum eða að taka þátt í keppni og þú kemur út sem sigurvegari, hjartans Hrúturinn minn. Þitt ótrúlega skemmtilega ímyndunarafl mun gæða líf þitt töfrum og þú færð einhverja hugljómun. Hugljómun er þegar maður fattar: „Ah, já, ég er á réttri leið, já, ég elska, og svo framvegis.“ Maí gerir undirstöðurnar þínar fyrir ótrúlega skemmtilegt sumar svo sterkar. Verkefnin verða fleiri og öðruvísi en þú bjóst við og þú munt elska að láta koma þér á óvart! Ef læðast að þér áhyggjur út af einhverju sem þú varst búinn að lofa og ert hræddur um að geta ekki staðið við að öllu leyti mundu þá að þetta mun allt fara vel. Hentu stressinu út eða nýttu þér það sem orku! Það getur nefnilega verið brjálaður kraftur í stressinu ef maður nær að nýta það rétt. Það er svo skemmtilegt við þig, elskan mín, að stundum ert þú svo ægilega ástfanginn af hinu og þessu og svo hinn daginn er eins og allt sé bara búið að snúast við í huga þínum. Þú ert bara svo tilfinningaríkur og þú skalt bara nýta þér það. Þú þarft stöðugleika, hjartað mitt, og sá sem þú elskar þarf að vera með allt á hreinu því að annars missir þú máttinn þinn. Þú átt eftir að heilla ótrúlegasta fólk því þú átt eftir að líta svo vel út í maí og svo munt þú hafa svo gaman af lífinu! Lífið er gott núna, elsku Hrúturinn minn, þín Sigga Kling Frægir hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira