Erlent

Bloomberg býður sig ekki fram til forseta

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 74 ára Bloomberg gegndi embætti borgarstjóra New York 2002 til 2013.
Hinn 74 ára Bloomberg gegndi embætti borgarstjóra New York 2002 til 2013. Vísir/AFP
Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara í nóvember.

Bloomberg hafði áður sagt að hann íhugaði að bjóða sig fram sem óháður. Hann hefur meðal annars sagst hafa áhyggjur af „óhefðbundnum og skæðum“ kosningabaráttum Repúblikanans Donald Trump og Demókratans Bernie Sanders.

„Eins og staðan er núna, þar sem Repúblikanar ráða yfir báðum deildum þingsins, þá eru góðar líkur á að framboð mitt gæti leitt til kjörs Donalds Trump eða Ted Cruz öldungadeildarþingmanns. Það er áhætta sem ég get ekki tekið góðri samvisku,“ ritaði Bloomberg í pistli þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni og segir að sú staða gæti komið upp að þingið myndi velja forsetann.

Hinn 74 ára Bloomberg gegndi embætti borgarstjóra New York 2002 til 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×