Erlent

Frakkar banna borðbúnað úr plasti

Birgir Olgeirsson skrifar
Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu.
Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. Vísir/Getty
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna glös, diska og hnífapör úr plasti. Samkvæmt banninu sem var samþykkt í síðasta mánuði þá hafa frönsk fyrirtæki frest til 2020 til að aðlaga sig að því.

Það þýðir þó ekki að frönsk yfirvöld hafi bannað einnota borðbúnað, hann verður leyfður en þó aðeins ef hann er gerður úr vistvænum efnum sem verða að lífrænum úrgangi.

Frakkar bönnuðu plastpoka í júlí síðastliðnum líkt nokkrar aðrar þjóðir hafa gert Frakkar eru þeir fyrstu til að banna borðbúnað úr plasti.

Þetta bann hefur fengið gagnrýni frá þeim sem hafa hag af plastframleiðslu sem segja bannið brjóta gegn lögum Evrópusambandsins um frjálsa verslun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×