Hefur drepið þúsundir Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. september 2016 07:00 Íbúar í Manila fylgjast með þegar lík grunaðs fíkniefnaneytanda er borið burt að lokinni lögregluaðgerð. Vísir/EPA Þegar Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í lok júní hafði hann lofað morðum í stórum stíl. Hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti. „Gleymum mannréttindalögum,“ sagði Duterte undir lok kosningabaráttunnar. „Ef ég kemst í forsetahöllina þá mun ég gera nákvæmlega það sama og ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Þið, eiturlyfjasalar, ræningjar og ónytjungar, þið ættuð að hypja ykkur. Því ég myndi drepa ykkur.“ Óhætt er að segja að hann hafi staðið við stóru orðin. Nú, ekki þremur mánuðum síðar, er talið að meira en þrjú þúsund manns liggi í valnum. Landsmönnum óar samt mörgum við þessari framkvæmdagleði. Dóms- og mannréttindanefnd þingsins sá að minnsta kosti ástæðu til að hefja rannsókn. Nú í vikunni var meðal annars Edgar Matobato kallaður til yfirheyrslu, en hann viðurkennir fúslega að hafa verið í vígasveit á vegum Dutertes, meðan Duterte var borgarstjóri. „Okkar starfi var að drepa glæpamenn eins og eiturlyfjasala, nauðgara og þjófa,“ sagði Matobato. Hann fullyrti að Duterte sjálfur hefði einu sinni skotið mann með vélbyssu. Sá var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Óhætt er að segja að Duterte hafi staðið við loforðið.vísir/epaVill bandaríska herinn burt frá FilippseyjumDuterte forseti hefur ekki farið dult með að hann vill endilega losna við bandaríska hermenn frá Filippseyjum. Bandarískir hermenn hafa árum saman aðstoðað stjórnarher Filippseyja í baráttunni gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasveitum í suðurhluta landsins. Duterte segir hins vegar viðveru bandaríska hersins gera þar illt verra. Filippseyjar þurfi nú að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu, án bandarískra áhrifa.Hórusynir og fíflRodrigo Duterte hefur ekkert hikað við að segja það sem honum sýnist á alþjóðavettvangi. Nýverið kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson, með þeim afleiðingum að Obama hætti við að ræða sérstaklega við hann á leiðtogafundi Bandalags Suðaustur-Asíuríkja í Laos. Obama hefur síðan fengið afsökunarbeiðni frá skrifstofu Dutertes, þar sem hann segist vissulega hafa tekið sterkt til orða en sjái sérstaklega eftir því að það hafi komið út eins og persónuleg árás á Bandaríkjaforseta. Duterte hefur reyndar líka kallað Frans páfa hóruson og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kallaði hann fífl. Og sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum hefur hann kallað samkynhneigðan hóruson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Þegar Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í lok júní hafði hann lofað morðum í stórum stíl. Hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti. „Gleymum mannréttindalögum,“ sagði Duterte undir lok kosningabaráttunnar. „Ef ég kemst í forsetahöllina þá mun ég gera nákvæmlega það sama og ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Þið, eiturlyfjasalar, ræningjar og ónytjungar, þið ættuð að hypja ykkur. Því ég myndi drepa ykkur.“ Óhætt er að segja að hann hafi staðið við stóru orðin. Nú, ekki þremur mánuðum síðar, er talið að meira en þrjú þúsund manns liggi í valnum. Landsmönnum óar samt mörgum við þessari framkvæmdagleði. Dóms- og mannréttindanefnd þingsins sá að minnsta kosti ástæðu til að hefja rannsókn. Nú í vikunni var meðal annars Edgar Matobato kallaður til yfirheyrslu, en hann viðurkennir fúslega að hafa verið í vígasveit á vegum Dutertes, meðan Duterte var borgarstjóri. „Okkar starfi var að drepa glæpamenn eins og eiturlyfjasala, nauðgara og þjófa,“ sagði Matobato. Hann fullyrti að Duterte sjálfur hefði einu sinni skotið mann með vélbyssu. Sá var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Óhætt er að segja að Duterte hafi staðið við loforðið.vísir/epaVill bandaríska herinn burt frá FilippseyjumDuterte forseti hefur ekki farið dult með að hann vill endilega losna við bandaríska hermenn frá Filippseyjum. Bandarískir hermenn hafa árum saman aðstoðað stjórnarher Filippseyja í baráttunni gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasveitum í suðurhluta landsins. Duterte segir hins vegar viðveru bandaríska hersins gera þar illt verra. Filippseyjar þurfi nú að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu, án bandarískra áhrifa.Hórusynir og fíflRodrigo Duterte hefur ekkert hikað við að segja það sem honum sýnist á alþjóðavettvangi. Nýverið kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson, með þeim afleiðingum að Obama hætti við að ræða sérstaklega við hann á leiðtogafundi Bandalags Suðaustur-Asíuríkja í Laos. Obama hefur síðan fengið afsökunarbeiðni frá skrifstofu Dutertes, þar sem hann segist vissulega hafa tekið sterkt til orða en sjái sérstaklega eftir því að það hafi komið út eins og persónuleg árás á Bandaríkjaforseta. Duterte hefur reyndar líka kallað Frans páfa hóruson og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kallaði hann fífl. Og sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum hefur hann kallað samkynhneigðan hóruson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira