Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 12:30 Vísir/Vilhelm Búvörusamningarnir voru samþykktir í vikunni með atkvæðum 19 þingmanna, eða aðeins 30% þingheims. Gylfi Arnbjörnsson formaður Alþýðusambands íslands segir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði fyrir neytendur, enda festi samningarnir í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Samningarnir tryggja landbúnaðinum beinan stuðning úr ríkissjóði upp á 13-14 milljarða króna á ári, ásamt óbeinum stuðningi í formi tollaverndar sem samsvarar 9-10 milljörðum á ári.Sorglegt fyrir bændur ASÍ segir hinsvegar að þótt ríkur vilji sé í samfélaginu til að styðja við landbúnað þá hafi sú leið sem nú sé verið að festa til framtíðar hingað til reynst afar illa fyrir byggðir landsins, enda hafi hún stuðlað að samþjöppun í landbúnaði. Færri framleiðendur framleiði meira magn en nokkru sinni fyrr, en neytendur, launafólk og bændur njóti takmarkað góðs af því. „Það sem er sorglegt er að þetta er ekki að skila neinum árangri í landbúnaði. Bændur eru ekki að hafa það neitt betur því þeim er alltaf að fækka og möguleikum þeirra til lífsafkomu er að þverra,“ segir Gylfi Ægisson.Vinna gegn tollasamningnum við ESB ASÍ bendir á að skortur sé á samkeppni á innanlandsmarkaði og há tollvernd geri það að verkum að erlend samkeppni sé ekki til staðar. Samtökin myndu vilja sjá að samið yrði um gagnvkæman markaðsaðgang landbúnaðarins á erlenda markaði sem fæli í sér tækifæri fyrir bændur og ábata fyrir neytendur. Skref voru stigin í þá átt með tollasamningi við Evrópusambandið á síðasta ári, en nýju búvörusamningarnir draga að mati ASÍ mjög úr ávinning samningsins fyrir neytendur.Þjóðarsamtal í skötulíki Samningarnir voru gagnrýndir harkalega í meðförum alþingis og gaf Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar fyrirheit um að kallað yrði eftir þjóðarsamtali, þar sem skýr ákvæði yrðu sett um endurskoðun á samningunum innan þriggja ára og að þeirri endurskoðun kæmu verkalýðshreyfingin og fleiri hagsmunaaðilar. Í lokaútgáfu samninganna sem samþykktir voru segir hins vegar að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun, en að bændur hafi fullt neitunarvald til að hafna þeim breytingum sem aðrir hagsmunaðilar kunni að leggja til. ASÍ segir því að loforðið um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki.Málinu í reynd lokað til 10 ára „Það er engin launung á því að hér er um að ræða auðvitað mikla fjármuni og við fáum ekki betur séð en að verið sé að meira og minna loka þessu til næstu 10 ára. Þrátt fyrir ákvæði um að það eigi að endurskoða þennan samning innan þriggja ára þá er það gert með hreinu neitunarvaldi bænda. Þannig að sú endurskoðun verður undir mjög skrýtnum kringumstæðum getum við sagt," segir Gylfi. „Þetta endurskoðunarákvæði er ákaflega veikt og byggir alfarið á því að bændur samþykki breytinguna. Ef þeir hafna henni þá gildir bara samningurinn áfram." Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Búvörusamningarnir voru samþykktir í vikunni með atkvæðum 19 þingmanna, eða aðeins 30% þingheims. Gylfi Arnbjörnsson formaður Alþýðusambands íslands segir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði fyrir neytendur, enda festi samningarnir í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Samningarnir tryggja landbúnaðinum beinan stuðning úr ríkissjóði upp á 13-14 milljarða króna á ári, ásamt óbeinum stuðningi í formi tollaverndar sem samsvarar 9-10 milljörðum á ári.Sorglegt fyrir bændur ASÍ segir hinsvegar að þótt ríkur vilji sé í samfélaginu til að styðja við landbúnað þá hafi sú leið sem nú sé verið að festa til framtíðar hingað til reynst afar illa fyrir byggðir landsins, enda hafi hún stuðlað að samþjöppun í landbúnaði. Færri framleiðendur framleiði meira magn en nokkru sinni fyrr, en neytendur, launafólk og bændur njóti takmarkað góðs af því. „Það sem er sorglegt er að þetta er ekki að skila neinum árangri í landbúnaði. Bændur eru ekki að hafa það neitt betur því þeim er alltaf að fækka og möguleikum þeirra til lífsafkomu er að þverra,“ segir Gylfi Ægisson.Vinna gegn tollasamningnum við ESB ASÍ bendir á að skortur sé á samkeppni á innanlandsmarkaði og há tollvernd geri það að verkum að erlend samkeppni sé ekki til staðar. Samtökin myndu vilja sjá að samið yrði um gagnvkæman markaðsaðgang landbúnaðarins á erlenda markaði sem fæli í sér tækifæri fyrir bændur og ábata fyrir neytendur. Skref voru stigin í þá átt með tollasamningi við Evrópusambandið á síðasta ári, en nýju búvörusamningarnir draga að mati ASÍ mjög úr ávinning samningsins fyrir neytendur.Þjóðarsamtal í skötulíki Samningarnir voru gagnrýndir harkalega í meðförum alþingis og gaf Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar fyrirheit um að kallað yrði eftir þjóðarsamtali, þar sem skýr ákvæði yrðu sett um endurskoðun á samningunum innan þriggja ára og að þeirri endurskoðun kæmu verkalýðshreyfingin og fleiri hagsmunaaðilar. Í lokaútgáfu samninganna sem samþykktir voru segir hins vegar að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun, en að bændur hafi fullt neitunarvald til að hafna þeim breytingum sem aðrir hagsmunaðilar kunni að leggja til. ASÍ segir því að loforðið um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki.Málinu í reynd lokað til 10 ára „Það er engin launung á því að hér er um að ræða auðvitað mikla fjármuni og við fáum ekki betur séð en að verið sé að meira og minna loka þessu til næstu 10 ára. Þrátt fyrir ákvæði um að það eigi að endurskoða þennan samning innan þriggja ára þá er það gert með hreinu neitunarvaldi bænda. Þannig að sú endurskoðun verður undir mjög skrýtnum kringumstæðum getum við sagt," segir Gylfi. „Þetta endurskoðunarákvæði er ákaflega veikt og byggir alfarið á því að bændur samþykki breytinguna. Ef þeir hafna henni þá gildir bara samningurinn áfram."
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira