Viðskipti innlent

Gegn reglum EES gagnvart fjárfestum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Porzecanski fór hörðum orðum um framkomu stjórnvalda við aflandskrónueigendur.
Porzecanski fór hörðum orðum um framkomu stjórnvalda við aflandskrónueigendur. vísir/gva
Fjármagnshöft hafa verið allt of lengi við lýði á Íslandi og vöxtur hefði ef til vill getað verið meiri í hagkerfinu ef ekki hefði verið fyrir þau. Aflandskrónueigendur hafa mætt fjandsamlegu viðmóti sem gæti haft skaðleg áhrif. Þetta kom fram á fundi EMTA Iceland’s global outlook after capital controls sem fram fór á Grand Hotel á fimmtudaginn.

EMTA eru regnhlífarsamtök sem huga að hagsmunum bandarískra fjárfesta í nýmarkaðsríkjum og því eins konar hagsmunafélag aflandskrónueigenda. Fyrirlesarar á fundinum voru þó óháðir sérfræðingar.

Arturo Porzecanski, prófessor í hagfræði við American University, gagnrýndi harðlega framgöngu stjórnvalda gagnvart af­landskrónueigendum. Hann benti á að efnahagsskilyrði hér á landi hefðu sjaldan verið betri, og samkvæmt mörgum mælikvörðum væru þau betri en fyrir hrun. Þrátt fyrir þetta væru Íslendingar að fara mjög illa með aflandskrónueigendur. Porzecanski gaf í skyn að Íslendingar gætu verið að fara gegn reglum EES í mismunun gagnvart erlendum fjárfestum.

„Með þessari hegðun er verið að taka lagalega áhættu og setja orðspor Íslands í hættu,“ sagði Porzecanski. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×