Goðsagnakennda myndin frá Baton Rouge: „Ég er farvegurinn“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júlí 2016 15:54 Ieshia Evans tók þátt í mótmælum í Baton Rouge um helgina. Vísir/EPA „Ég er þakklát fyrir velvildina og ástarkveðjurnar en þetta er verk Guðs. Ég er farvegurinn. Dýrð sé Guði í upphæðum.“ Þetta skrifar Ieshia Evans á Facebook-síðu sína en hún er svarta konan sem náðist á mynd þegar hún var handtekin í Baton Rouge þar sem hún mótmælti friðsamlega í síðum kjól og tátiljum. Myndin hefur farið sigurgöngu um veraldarvefinn en fjölmargir hafa deilt henni og lofað Evans. Evans var ein af 132 sem handteknir voru þennan dag en handtakan átti sér stað á laugardaginn síðastliðinn. Myndina má sjá hér að neðan. Mótmælt hefur verið að undanförnu í Baton Rouge eftir að lögreglan skaut þeldökkan mann, Alton Sterling, til bana í Baton Rouge í liðinni viku. Myndband náðist af því þegar tveir hvítir lögreglumenn skutu Sterling en lögreglan hafði fengið tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki. Just spoke to one of her best friends. She's still in jail after this arrest in Baton Rouge. A mother to a 5 y/o son pic.twitter.com/hxDIjoDh6p— Shaun King (@ShaunKing) July 10, 2016 BBC er einn þeirra miðla sem vitnar í Facebook-síðu Ieshia Evans en erlendir fjölmiðlar hafa ekki enn tekið viðtal við Evans sem er hjúkrunarkona. Hún segir sjálf í öðrum Facebook-ummælum að hún vilji ekki að vinir sínir séu að veita viðtöl fyrir hennar hönd eða um hana, hún kjósi heldur að fá tækifæri til þess að tala fyrir sjálfa sig.Daily Mail hefur skrifað um Evans og hefur hún sjálf deilt fréttinni en bætir við að í henni sé ekki öll sagan sögð. Þar er sagt frá því að hún sé 28 ára gömul og hafi komið alla leið frá New York til þess að taka þátt í mótmælunum í Baton Rouge. Vitni sagði í samtali við The Atlantic að hún hefði ekki streist á móti þegar hún var handtekin en að hún hefði jafnframt neitað með þögn sinni að færa sig af veginum eins og lögregla skipaði mótmælendum. Mótmælin í Baton Rouge hafa verið fremur friðsamleg, í það minnsta að degi til, en þeir sem handteknir voru sakaðir um að hafa tálmað umferðargötu. Evans var haldið í fangageymslu í 24 tíma en sleppt að því loknu. Ljósmyndarinn sem var á bakvið linsuna þegar Evans var handtekin heitir Jonathan Bachman og hefur hann hlotið mikið lof fyrir. Þykir myndin einstök táknmynd fyrir baráttuna; hvernig saklaust þeldökkt fólk mætir offorsi af hálfu lögreglunnar. Hér má sjá myndasyrpu af handtökunni og þar sést hvernig Evans hlýðir mótþróalaust eftir að hún er handtekin.This photograph of Ieshia Evans by Jonathan Bachman says everything about our see-saw of atrocity and absurdity pic.twitter.com/NVCqJgd47I— Maria Popova (@brainpicker) July 12, 2016 One word: #powerful Have y'all seen this image of protester #IeshiaEvans? https://t.co/hpNYjxzglE pic.twitter.com/mhjoJvwypZ— Rickey Smiley (@RickeySmiley) July 12, 2016 The woman in Baton Rouge. Cartoons inspired by courage of #IeshiaEvans @AndyMarlette @DarwinBrandis @StefSimanowitz pic.twitter.com/D0qIKMEcTj— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) July 11, 2016 Tengdar fréttir Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. 11. júlí 2016 16:38 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Ég er þakklát fyrir velvildina og ástarkveðjurnar en þetta er verk Guðs. Ég er farvegurinn. Dýrð sé Guði í upphæðum.“ Þetta skrifar Ieshia Evans á Facebook-síðu sína en hún er svarta konan sem náðist á mynd þegar hún var handtekin í Baton Rouge þar sem hún mótmælti friðsamlega í síðum kjól og tátiljum. Myndin hefur farið sigurgöngu um veraldarvefinn en fjölmargir hafa deilt henni og lofað Evans. Evans var ein af 132 sem handteknir voru þennan dag en handtakan átti sér stað á laugardaginn síðastliðinn. Myndina má sjá hér að neðan. Mótmælt hefur verið að undanförnu í Baton Rouge eftir að lögreglan skaut þeldökkan mann, Alton Sterling, til bana í Baton Rouge í liðinni viku. Myndband náðist af því þegar tveir hvítir lögreglumenn skutu Sterling en lögreglan hafði fengið tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki. Just spoke to one of her best friends. She's still in jail after this arrest in Baton Rouge. A mother to a 5 y/o son pic.twitter.com/hxDIjoDh6p— Shaun King (@ShaunKing) July 10, 2016 BBC er einn þeirra miðla sem vitnar í Facebook-síðu Ieshia Evans en erlendir fjölmiðlar hafa ekki enn tekið viðtal við Evans sem er hjúkrunarkona. Hún segir sjálf í öðrum Facebook-ummælum að hún vilji ekki að vinir sínir séu að veita viðtöl fyrir hennar hönd eða um hana, hún kjósi heldur að fá tækifæri til þess að tala fyrir sjálfa sig.Daily Mail hefur skrifað um Evans og hefur hún sjálf deilt fréttinni en bætir við að í henni sé ekki öll sagan sögð. Þar er sagt frá því að hún sé 28 ára gömul og hafi komið alla leið frá New York til þess að taka þátt í mótmælunum í Baton Rouge. Vitni sagði í samtali við The Atlantic að hún hefði ekki streist á móti þegar hún var handtekin en að hún hefði jafnframt neitað með þögn sinni að færa sig af veginum eins og lögregla skipaði mótmælendum. Mótmælin í Baton Rouge hafa verið fremur friðsamleg, í það minnsta að degi til, en þeir sem handteknir voru sakaðir um að hafa tálmað umferðargötu. Evans var haldið í fangageymslu í 24 tíma en sleppt að því loknu. Ljósmyndarinn sem var á bakvið linsuna þegar Evans var handtekin heitir Jonathan Bachman og hefur hann hlotið mikið lof fyrir. Þykir myndin einstök táknmynd fyrir baráttuna; hvernig saklaust þeldökkt fólk mætir offorsi af hálfu lögreglunnar. Hér má sjá myndasyrpu af handtökunni og þar sést hvernig Evans hlýðir mótþróalaust eftir að hún er handtekin.This photograph of Ieshia Evans by Jonathan Bachman says everything about our see-saw of atrocity and absurdity pic.twitter.com/NVCqJgd47I— Maria Popova (@brainpicker) July 12, 2016 One word: #powerful Have y'all seen this image of protester #IeshiaEvans? https://t.co/hpNYjxzglE pic.twitter.com/mhjoJvwypZ— Rickey Smiley (@RickeySmiley) July 12, 2016 The woman in Baton Rouge. Cartoons inspired by courage of #IeshiaEvans @AndyMarlette @DarwinBrandis @StefSimanowitz pic.twitter.com/D0qIKMEcTj— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) July 11, 2016
Tengdar fréttir Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. 11. júlí 2016 16:38 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28
Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. 11. júlí 2016 16:38