Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2016 16:08 Bæta þyrfti innviði hér á landi verði verkefnið að veruleika. vísir/vilhelm Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. Verði af slíkum stuðningi gætu áhrif slíks sæstrengs haft jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu verkefnisstjórnar um sæstreng til Evrópu. Í júní 2013 skilaði starfshópur skýrslu um raforkusæstreng milli Íslands og Evrópu. Sú skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Í áliti atvinnuveganefndar, frá árinu 2014, var lagt til að ýmsir þættir málsins yrðu skoðaðir nánar. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna umræddra verkefna. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs. Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar, sem lesa má í heild sinni hér, er að sæstrengur kallar á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459MW af nýju uppsettu afli. Einnig er áætlað að sæstrengurinn myndi hækka raforkuverð til heimilanna um fimm til tíu prósent. Viðræður um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hófust í október 2015 í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra landanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og David Cameron. Tengdar fréttir Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00 Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. Kostnaður við uppsetningu slíks strengs er metinn um 800 milljarðar króna. Það er um 72 Vaðlaheiðargöng. Verði af slíkum stuðningi gætu áhrif slíks sæstrengs haft jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu verkefnisstjórnar um sæstreng til Evrópu. Í júní 2013 skilaði starfshópur skýrslu um raforkusæstreng milli Íslands og Evrópu. Sú skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Í áliti atvinnuveganefndar, frá árinu 2014, var lagt til að ýmsir þættir málsins yrðu skoðaðir nánar. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna umræddra verkefna. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs. Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar, sem lesa má í heild sinni hér, er að sæstrengur kallar á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á 1.459MW af nýju uppsettu afli. Einnig er áætlað að sæstrengurinn myndi hækka raforkuverð til heimilanna um fimm til tíu prósent. Viðræður um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hófust í október 2015 í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra landanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og David Cameron.
Tengdar fréttir Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00 Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15 Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Breskir aðilar vonast til að niðurstöður rannsókna nýtist í verkefni um lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands. 9. júní 2015 09:00
Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. 22. apríl 2015 08:15
Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér Ekki verða orð fyrrverandi orkumálaráðherra Breta skilin öðruvísi en að bresk stjórnvöld séu orðin langeyg eftir viðræðum um sæstreng milli landanna. Enn er bent á hversu arðbær sæstrengur getur orðið. 21. apríl 2015 07:00