Skerðing lífeyris eins og eignaupptaka! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. júlí 2016 07:00 Þegar stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks kom almannatryggingunum á fót 1946 fór það ekki á milli mála fyrir hverja almannatryggingarnar áttu að vera. Tekið var skýrt fram, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar. Þær áttu ekki að vera fátækraframfærsla. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir kom það skýrt fram, að þeir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga en ekki skerða almannatryggingar eins og gerist í dag. Ef það hefði legið fyrir, þá hefðu launamenn á Íslandi ekki greitt i lífeyrissjóðina. Ég hef sagt það áður, að skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er eins og eignaupptaka. Áhrifin af þessari gífurlegu skerðingu ríkisins á lífeyri almannatrygginga eru nákvæmlega eins og ríkið væri að gera upptækan hluta lífeyris eldri borgara í lífeyrissjóðum. Það er líkast því sem ríkið sé að taka hluta lífeyrisins ófrjálsri hendi. En þegar ríkið er búið að leika þann leik árum saman að taka hluta lífeyris eldri borgara reglulega traustataki, kemur ríkisstjórnin fram nú og segist ætla að skila hluta af þessu til baka, ætla að hætta að taka svona mikið af okkur „ófrjálsri hendi“. Og þá eigum við eldri borgarar að falla fram og þakka fyrir, að við fáum að halda örlitlu meira af þvi, sem við eigum. Þakka skyldi þeim. Verkefni ríkisstjórnarinnar númer eitt er að hafa lífeyri aldraðra það háan, að hann dugi til framfærslu. Ríkisstjórnin svíkst um það. Hún hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu. Hún leggur fram tillögur um óbreyttan lífeyri. Þó er ekki unnt að lifa af honum. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er 207 þúsund krónur á mánuði en í hjónabandi er lífeyrir 185 þúsund krónur, eftir skatt. Geta einhverjir aðrir lifað af þessari hungurlús? Ég held ekki. En verkefni ríkisstjórnarinnar númer tvö er að afnema tekjutengingarnar, afnema skerðingar með öllu. Það á ekki að draga úr þeim; það á að afnema þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði eldri borgurum því fyrir síðustu kosningar, að svo yrði gert. Við það á að standa. Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð án þess að standa við þau. Sá tími á að vera liðinn á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Þegar stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks kom almannatryggingunum á fót 1946 fór það ekki á milli mála fyrir hverja almannatryggingarnar áttu að vera. Tekið var skýrt fram, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar. Þær áttu ekki að vera fátækraframfærsla. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir kom það skýrt fram, að þeir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga en ekki skerða almannatryggingar eins og gerist í dag. Ef það hefði legið fyrir, þá hefðu launamenn á Íslandi ekki greitt i lífeyrissjóðina. Ég hef sagt það áður, að skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er eins og eignaupptaka. Áhrifin af þessari gífurlegu skerðingu ríkisins á lífeyri almannatrygginga eru nákvæmlega eins og ríkið væri að gera upptækan hluta lífeyris eldri borgara í lífeyrissjóðum. Það er líkast því sem ríkið sé að taka hluta lífeyrisins ófrjálsri hendi. En þegar ríkið er búið að leika þann leik árum saman að taka hluta lífeyris eldri borgara reglulega traustataki, kemur ríkisstjórnin fram nú og segist ætla að skila hluta af þessu til baka, ætla að hætta að taka svona mikið af okkur „ófrjálsri hendi“. Og þá eigum við eldri borgarar að falla fram og þakka fyrir, að við fáum að halda örlitlu meira af þvi, sem við eigum. Þakka skyldi þeim. Verkefni ríkisstjórnarinnar númer eitt er að hafa lífeyri aldraðra það háan, að hann dugi til framfærslu. Ríkisstjórnin svíkst um það. Hún hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu. Hún leggur fram tillögur um óbreyttan lífeyri. Þó er ekki unnt að lifa af honum. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er 207 þúsund krónur á mánuði en í hjónabandi er lífeyrir 185 þúsund krónur, eftir skatt. Geta einhverjir aðrir lifað af þessari hungurlús? Ég held ekki. En verkefni ríkisstjórnarinnar númer tvö er að afnema tekjutengingarnar, afnema skerðingar með öllu. Það á ekki að draga úr þeim; það á að afnema þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði eldri borgurum því fyrir síðustu kosningar, að svo yrði gert. Við það á að standa. Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð án þess að standa við þau. Sá tími á að vera liðinn á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar