Bíó og sjónvarp

Sverrir Guðnason leikur Björn Borg

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Sverrir þarf líklegast að safna smá hári fyrir hlutverkið og venjast svitabandinu.
Sverrir þarf líklegast að safna smá hári fyrir hlutverkið og venjast svitabandinu. Vísir
Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason sem aðdáendur sænsku Wallander þáttana þekkja best í hlutverki Pontus hefur verið ráðinn til þess að leika tennisstjörnuna Björn Borg. Myndin fjallar um fjöldamörg einvígi sem sænska tennisstjarnan háði við bandaríska skaphundinn John McEnroe sem leikinn verður af Shia LaBeouf. Hann er líklegast frægastur fyrir hlutverk sín í Transformers myndunum sem og fjórðu Indiana Jones myndinni.

Myndin ber einfaldlega heitið Borg vs McEnroe og er leikstýrt af hinum danska Janus Metz. Handritið skrifar Ronnie Sandahl. Það var sænska blaðið Sydsvenskan sem greindi frá.

Borg og McEnroe voru erkifjendur á tennisvellinum og léku til dæmis á móti hvor öðrum til úrslita á Wimbledon mótinu árin 1980 og 1981.

Frægðarsól Sverris sem leikari hefur verið að rísa í Svíþjóð frá því að hann fór með annað aðalhlutverkið í myndinni Monica Z sem kom út árið 2013.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.