Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. október 2016 20:00 Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi . Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebooksíðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. Sársaukafull reynsla „Þetta var mjög sársaukafull reynsla og mér fannst ég mjög vanmáttug,“ segir Emma. Hún segir það ósköp venjulega menn sem áreiti hana og kúgi vegna myndanna. Jafnvel fjölskyldufeður. „Mér fannst þetta mikið ofbeldi og það var mikið áfall fyrir mig að upplifa að þetta voru frekar venjulegir menn sem stunduðu þetta á sínum venjulegu Facebook-síðum, að senda þessi skilaboð, þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera þetta undir nafnleynd. Sumir þeirra fjölskyldufeður.“Sneri vörn í sókn Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Ég skammaðist mín ekki fyrir það sem hafði komið fyrir mig og mér fannst ekki að ég ætti að gera það og mér fannst þetta sannarlega ekki mér að kenna.“Fékk grófa hótun í gær Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Hún segir okkur frá grófri hótun sem hún fékk í gær. „Svona hljóðaði hún: Þú ert svo djöfull ógeðsleg. Ég var að sjá að þetta hefði verið sett upp. Viltu senda mér nýjar nektarmyndir, annars hef ég samband við skólann þar sem þú kennir. Ég sé að þú átt 11 þúsund vini á Facebook. Ég er viss um að þeir vildu gjarnan sjá þetta.“ Emma er í ítarlegra viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Áhugasamir geta sótt fyrirlestur hennar sem er haldinn í Brugghúsinu klukkan þrjú á morgun. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi . Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebooksíðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. Sársaukafull reynsla „Þetta var mjög sársaukafull reynsla og mér fannst ég mjög vanmáttug,“ segir Emma. Hún segir það ósköp venjulega menn sem áreiti hana og kúgi vegna myndanna. Jafnvel fjölskyldufeður. „Mér fannst þetta mikið ofbeldi og það var mikið áfall fyrir mig að upplifa að þetta voru frekar venjulegir menn sem stunduðu þetta á sínum venjulegu Facebook-síðum, að senda þessi skilaboð, þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera þetta undir nafnleynd. Sumir þeirra fjölskyldufeður.“Sneri vörn í sókn Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Ég skammaðist mín ekki fyrir það sem hafði komið fyrir mig og mér fannst ekki að ég ætti að gera það og mér fannst þetta sannarlega ekki mér að kenna.“Fékk grófa hótun í gær Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Hún segir okkur frá grófri hótun sem hún fékk í gær. „Svona hljóðaði hún: Þú ert svo djöfull ógeðsleg. Ég var að sjá að þetta hefði verið sett upp. Viltu senda mér nýjar nektarmyndir, annars hef ég samband við skólann þar sem þú kennir. Ég sé að þú átt 11 þúsund vini á Facebook. Ég er viss um að þeir vildu gjarnan sjá þetta.“ Emma er í ítarlegra viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Áhugasamir geta sótt fyrirlestur hennar sem er haldinn í Brugghúsinu klukkan þrjú á morgun.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira