Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. október 2016 07:00 Hafnargarður frá 1928, sem kom i ljós við framkvæmdir við nýtt verslunarhús nærri Reykjavíkurhöfn, er geymdur í Örfirisey. vísir/gva „Við erum að klára málið, það er ekki í neinum vandræðum,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um lyktir ágreinings um kostnað vegna varðveislu gamals hafnargarðs á framkvæmdasvæði ofan við höfnina í Reykjavík. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 þann 20. ágúst í sumar barst Minjastofnun 600 milljóna króna reikningur frá lóðarhafanum, Reykjavik Development, vegna ýmiss kostnaðar af hafnargarðinum sem var skyndifriðaður af Minjastofnun í fyrra eftir að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði afskipti af málinu. Minjastofnun hafnaði því að borga reikninginn. „Ástæður þess er fjölþættar. Það er einfaldlega lögbundið sem framkvæmdaaðilinn þarf að gera og við höfnuðum ýmsum liðum á þeirri forsendu. En þetta mál er að leysast í góðri samvinnu og er ekkert vandmál lengur,“ segir forstöðumaðurinn sem kveður „boltann“ vera hjá framkvæmdaaðilanum. „En við erum að vinna að lausn á varðveislu garðanna í sameiningu.“Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar .vísir/anton brinkSteinarnir eru enn í geymslu á lóð hafnaryfirvalda í Örfirisey og liggja þar númeraðir og tilbúnir fyrir frekari notkun. „En þeir fara að koma í húsin og á lóðina. Þessu verður að hluta til komið fyrir í kjallaranum og svo er starfsfólk hér að vinna með starfsfólki framkvæmdaaðila að lausn málsins,“ segir Kristín. Aðspurð hvort Minjastofnun þurfi örugglega ekki að bera kostnað vegna málsins segir Kristín ekki svo vera. „Ekki nema kostnað vegna starfsfólksins,“ tekur hún þó fram. Byggingin sem rís á lóðinni mun hýsa verslanir og þjónustustarfsemi. Meðal annars verslun H&M.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Við erum að klára málið, það er ekki í neinum vandræðum,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um lyktir ágreinings um kostnað vegna varðveislu gamals hafnargarðs á framkvæmdasvæði ofan við höfnina í Reykjavík. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 þann 20. ágúst í sumar barst Minjastofnun 600 milljóna króna reikningur frá lóðarhafanum, Reykjavik Development, vegna ýmiss kostnaðar af hafnargarðinum sem var skyndifriðaður af Minjastofnun í fyrra eftir að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði afskipti af málinu. Minjastofnun hafnaði því að borga reikninginn. „Ástæður þess er fjölþættar. Það er einfaldlega lögbundið sem framkvæmdaaðilinn þarf að gera og við höfnuðum ýmsum liðum á þeirri forsendu. En þetta mál er að leysast í góðri samvinnu og er ekkert vandmál lengur,“ segir forstöðumaðurinn sem kveður „boltann“ vera hjá framkvæmdaaðilanum. „En við erum að vinna að lausn á varðveislu garðanna í sameiningu.“Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar .vísir/anton brinkSteinarnir eru enn í geymslu á lóð hafnaryfirvalda í Örfirisey og liggja þar númeraðir og tilbúnir fyrir frekari notkun. „En þeir fara að koma í húsin og á lóðina. Þessu verður að hluta til komið fyrir í kjallaranum og svo er starfsfólk hér að vinna með starfsfólki framkvæmdaaðila að lausn málsins,“ segir Kristín. Aðspurð hvort Minjastofnun þurfi örugglega ekki að bera kostnað vegna málsins segir Kristín ekki svo vera. „Ekki nema kostnað vegna starfsfólksins,“ tekur hún þó fram. Byggingin sem rís á lóðinni mun hýsa verslanir og þjónustustarfsemi. Meðal annars verslun H&M.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira