NBA: Westbrook frábær og OKC komið í 3-2 á móti Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 06:47 Oklahoma City Thunder getur tryggt sér sigur á San Antonio Spurs og sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í næsta leik eftir 95-91 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook átti frábæran leik en hann var með 35 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Kevin Durant var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. „Við náðum stoppum í vörninni og Russ var eins og vitfirringur í kvöld sem hélt okkur inn í leiknum," sagði Kevin Durant eftir leikinn. San Antonio Spurs var 88-82 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Westbrook tók þá yfir og var með 7 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á síðustu fjórum mínútunum sem OKC vann 13-3. Oklahoma City Thunder tapaði mjög illa í fyrsta leik einvígisins en hefur síðan unnið 3 af 4 leikjum þar af tvo þeirra á heimavelli San Antonio Spurs. San Antonio Spurs vann 40 af 41 heimaleik sínum á tímabilinu en Oklahoma City Thunder hefur nú sýnt gríðarlegan styrk með því að vinna tvo leiki í röð á heimavelli Spurs. „Ég vona að við komum svolítið reiðir til baka og með það markmið að sýna og sanna hvað við getum. Ef við viljum verða meistaralið þá þurfum við að vinna á útivelli," sagði Danny Green hjá San Antonio Spurs. Spurs-liðið réði ekki við þá Russell Westbrook og Kevin Durant sem með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu áttu þátt í 80 af 95 stigum Thunder-liðsins í leiknum í nótt.San Antonio Spurs var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, og með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 72-69. Oklahoma City Thunder vann fjórða leikhlutann aftur á móti 26-19 og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Það skipti frákastabaráttan miklu máli en OKC vann fráköstin 54-36. „Lykilatriði var að láta finna fyrir sér. Ég og Steven ætluðum bara að ná öllum fráköstum í boði. Það gekk vel hjá okkur báðum," sagði Enes Kanter sem var með 13 fráköst en Steven Adams bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. Oklahoma City Thunder átti því þrjá frákstahæstu leikmenn vallarins í nótt því Russell Westbrook tók einnig 11 fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta og þeir LaMarcus Aldridge og Danny Green skoruðu báðir 20 stig. Þríeykið Tony Parker (9), Tim Duncan (5) og Manu Ginobili (3) skoruðu hinsvegar bara 17 stig saman en þeir klikkuðu á 16 af 22 skotum sínum í leiknum. Útlitið er heldur ekkert alltof bjart fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. Spurs hefur nefnilega síðan hann tók við tapað 10 af 12 leikjum sínum þegar þeir eru á útivelli og eiga það á hættu að vera sendir í sumarfrí.- Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA 2016 -Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 2-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 3-1 Portland Trail Blazers San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Oklahoma City Thunder getur tryggt sér sigur á San Antonio Spurs og sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í næsta leik eftir 95-91 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook átti frábæran leik en hann var með 35 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Kevin Durant var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. „Við náðum stoppum í vörninni og Russ var eins og vitfirringur í kvöld sem hélt okkur inn í leiknum," sagði Kevin Durant eftir leikinn. San Antonio Spurs var 88-82 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Westbrook tók þá yfir og var með 7 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á síðustu fjórum mínútunum sem OKC vann 13-3. Oklahoma City Thunder tapaði mjög illa í fyrsta leik einvígisins en hefur síðan unnið 3 af 4 leikjum þar af tvo þeirra á heimavelli San Antonio Spurs. San Antonio Spurs vann 40 af 41 heimaleik sínum á tímabilinu en Oklahoma City Thunder hefur nú sýnt gríðarlegan styrk með því að vinna tvo leiki í röð á heimavelli Spurs. „Ég vona að við komum svolítið reiðir til baka og með það markmið að sýna og sanna hvað við getum. Ef við viljum verða meistaralið þá þurfum við að vinna á útivelli," sagði Danny Green hjá San Antonio Spurs. Spurs-liðið réði ekki við þá Russell Westbrook og Kevin Durant sem með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu áttu þátt í 80 af 95 stigum Thunder-liðsins í leiknum í nótt.San Antonio Spurs var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, og með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 72-69. Oklahoma City Thunder vann fjórða leikhlutann aftur á móti 26-19 og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Það skipti frákastabaráttan miklu máli en OKC vann fráköstin 54-36. „Lykilatriði var að láta finna fyrir sér. Ég og Steven ætluðum bara að ná öllum fráköstum í boði. Það gekk vel hjá okkur báðum," sagði Enes Kanter sem var með 13 fráköst en Steven Adams bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. Oklahoma City Thunder átti því þrjá frákstahæstu leikmenn vallarins í nótt því Russell Westbrook tók einnig 11 fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta og þeir LaMarcus Aldridge og Danny Green skoruðu báðir 20 stig. Þríeykið Tony Parker (9), Tim Duncan (5) og Manu Ginobili (3) skoruðu hinsvegar bara 17 stig saman en þeir klikkuðu á 16 af 22 skotum sínum í leiknum. Útlitið er heldur ekkert alltof bjart fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. Spurs hefur nefnilega síðan hann tók við tapað 10 af 12 leikjum sínum þegar þeir eru á útivelli og eiga það á hættu að vera sendir í sumarfrí.- Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA 2016 -Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 2-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 3-1 Portland Trail Blazers San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira