Þegar líður að jólum – Hugleiðing í skammdeginu Sigríður Ásta Olgeirsdóttir skrifar 9. desember 2016 00:00 Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jólaseríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteikinni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svartasta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugsaðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trúfélögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sérstakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitektúrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof.Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þó trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheimsóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jólaseríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteikinni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svartasta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugsaðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trúfélögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sérstakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitektúrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof.Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þó trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheimsóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól!
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar