ASÍ gegn almannahagsmunum? Hannes G. Sigurðsson skrifar 9. desember 2016 14:52 Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. Undanfarin ár hafa verið settar á fót úrskurðarnefndir sem almenningur (fólk, félagasamtök, fyrirtæki) getur áfrýjað til ákvörðunum opinberra stofnana. Þar má nefna úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, áfrýjunarnefnd neytendamála, úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála og kærunefnd jafnréttismála. Einnig má nefna yfirskattanefnd sem úrskurðar um kærur vegna ákvarðana ríkisskattstjóra og er lokaniðurstaða mála fyrir skattyfirvöldin. Það sem er sammerkt með þessum nefndum er að þar getur fólk leitað réttar síns og þegar úrskurður fellur því í hag er málinu lokið. Þannig geta þær stofnanir sem tóku ákvarðanir sem felldar hafa verið úr gildi ekki tekið mál upp að nýju né farið með málin fyrir dómstóla. Almennt er þetta fallið til að auka réttaröryggi í landinu og tryggja að almenningur eigi auðvelda leið til að fá úrlausn mála sinna án þess að til þurfi að koma löng og oft dýr málaferli fyrir dómstólum. Þessu er öðruvísi farið með áfrýjunarnefnd samkeppnismála þar sem Samkeppniseftirlitið getur farið í mál til að fá úrskurðum hennar hnekkt. Með þessu er grafið undan réttarörygginu og þeir sem telja sig hafa verið beittir órétti af hálfu Samkeppniseftirlitsins geta ekki treyst því að málinu ljúki með niðurstöðu áfrýjunarnefndar. Alþýðusamband Íslands hefur nú komið fram með þá skoðun að ekki eigi að vera unnt að ljúka málum fyrir úrskurðarnefndum. Í pistli á vef ASÍ eru Samtökum atvinnulífsins ekki vandaðar kveðjurnar. Þar er fullyrt að SA vilji banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Tilefni skrifanna er að Samtök atvinnulífsins áréttuðu nýverið skoðun sína um að breyting verði gerð á samkeppnislögunum þannig að felld verði úr gildi heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Ákvæðið var samþykkt með breytingu á samkeppnislögunum í febrúar 2011 og er mjög óeðlilegt, þ.e. að ef ríkisstofnun hugnast ekki niðurstaða tiltekins máls að hún geti farið í mál við þann sem úrskurðar um ákvarðanir hennar. Samtök atvinnulífsins settu fram þessa skoðun í skýrslu í október 2012 en hún var kynnt á opnum fundi þar sem forstjóri eftirlitsins var á meðal ræðumanna. Fullyrðing ASÍ um að afstaða SA snúist um MS og mál fyrirtækisins sem eftirlitið tók nýverið fyrir stenst ekki. Ákvæðið um úrskurðarnefnd samkeppnismála er skaðlegt atvinnulífinu þar sem það lengir málarekstur, eykur óvissu í rekstri fyrirtækja og kostnað. Hættan er alltaf sú að Samkeppniseftirlitið höfði mál fyrir dómstólum hafi úrskurður áfrýjunarnefndar fallið fyrirtækjum í vil. Úrskurðir áfrýjunarnefndar hætta þá að skipta máli og eru einungis til að tefja fyrir endanlegri úrlausn mála. Þetta þýðir í raun að búið er að taka úr sambandi möguleika fyrirtækja til að ljúka málum á stjórnsýslustigi. Vandséð er að það sé neytendum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. Undanfarin ár hafa verið settar á fót úrskurðarnefndir sem almenningur (fólk, félagasamtök, fyrirtæki) getur áfrýjað til ákvörðunum opinberra stofnana. Þar má nefna úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, áfrýjunarnefnd neytendamála, úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála og kærunefnd jafnréttismála. Einnig má nefna yfirskattanefnd sem úrskurðar um kærur vegna ákvarðana ríkisskattstjóra og er lokaniðurstaða mála fyrir skattyfirvöldin. Það sem er sammerkt með þessum nefndum er að þar getur fólk leitað réttar síns og þegar úrskurður fellur því í hag er málinu lokið. Þannig geta þær stofnanir sem tóku ákvarðanir sem felldar hafa verið úr gildi ekki tekið mál upp að nýju né farið með málin fyrir dómstóla. Almennt er þetta fallið til að auka réttaröryggi í landinu og tryggja að almenningur eigi auðvelda leið til að fá úrlausn mála sinna án þess að til þurfi að koma löng og oft dýr málaferli fyrir dómstólum. Þessu er öðruvísi farið með áfrýjunarnefnd samkeppnismála þar sem Samkeppniseftirlitið getur farið í mál til að fá úrskurðum hennar hnekkt. Með þessu er grafið undan réttarörygginu og þeir sem telja sig hafa verið beittir órétti af hálfu Samkeppniseftirlitsins geta ekki treyst því að málinu ljúki með niðurstöðu áfrýjunarnefndar. Alþýðusamband Íslands hefur nú komið fram með þá skoðun að ekki eigi að vera unnt að ljúka málum fyrir úrskurðarnefndum. Í pistli á vef ASÍ eru Samtökum atvinnulífsins ekki vandaðar kveðjurnar. Þar er fullyrt að SA vilji banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Tilefni skrifanna er að Samtök atvinnulífsins áréttuðu nýverið skoðun sína um að breyting verði gerð á samkeppnislögunum þannig að felld verði úr gildi heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Ákvæðið var samþykkt með breytingu á samkeppnislögunum í febrúar 2011 og er mjög óeðlilegt, þ.e. að ef ríkisstofnun hugnast ekki niðurstaða tiltekins máls að hún geti farið í mál við þann sem úrskurðar um ákvarðanir hennar. Samtök atvinnulífsins settu fram þessa skoðun í skýrslu í október 2012 en hún var kynnt á opnum fundi þar sem forstjóri eftirlitsins var á meðal ræðumanna. Fullyrðing ASÍ um að afstaða SA snúist um MS og mál fyrirtækisins sem eftirlitið tók nýverið fyrir stenst ekki. Ákvæðið um úrskurðarnefnd samkeppnismála er skaðlegt atvinnulífinu þar sem það lengir málarekstur, eykur óvissu í rekstri fyrirtækja og kostnað. Hættan er alltaf sú að Samkeppniseftirlitið höfði mál fyrir dómstólum hafi úrskurður áfrýjunarnefndar fallið fyrirtækjum í vil. Úrskurðir áfrýjunarnefndar hætta þá að skipta máli og eru einungis til að tefja fyrir endanlegri úrlausn mála. Þetta þýðir í raun að búið er að taka úr sambandi möguleika fyrirtækja til að ljúka málum á stjórnsýslustigi. Vandséð er að það sé neytendum til hagsbóta.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun