Fjárlög í miklum hagvexti Hafliði Helgason skrifar 9. desember 2016 00:00 Fjárlagafrumvarpið er lagt fram við sérstakar aðstæður þar sem sú ríkisstjórn sem leggur það fram hefur ekki þingmeirihluta. Við þær kringumstæður mun reyna talsvert á þingið. Frumvarpið er lagt fram við þær kringumstæður að nýjar hagtölur sýna meiri vöxt en spár höfðu gert ráð fyrir. Hærri hagvaxtartölur minnka líkur á því að Seðlabankinn lækki vexti nú í desember, auk þess sem óvissa um endanlega útgáfu fjárlaga hlýtur að hafa sömu áhrif. Enda þótt Seðlabankinn hafi tök á að hindra innflutning gjaldeyris vegna vaxtamunarviðskipta, þá getur hann ekki komið í veg fyrir að innlendir aðilar stundi þau í raun með þeim hætti að halda inni í landinu fjármunum sem annars færu í erlendar fjárfestingar. Í Markaðnum í fyrradag var rætt við Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem hefur eins og fleiri nokkrar áhyggjur af því að hröð styrking krónunnar muni bitna á langtímahagsæld þjóðarinnar. Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur. Samkeppnishæfni annarra greina en ferðaþjónustu fer hratt minnkandi vegna launakostnaðar mælds í erlendri mynt. Enginn veit svo hver eru sársaukamörk ferðaþjónustunnar sjálfrar og í framhaldinu hvert getur verið langtíma jafnvægisgengi krónunnar. Ísland tekst nú á við algjörlega ný vandamál í hagstjórn. Hagvöxtur er margfaldur á við nágrannalönd og nettó staða við útlönd er jákvæð um 60 milljarða og líklegt að hún eigi eftir að batna enn. Sala eigna gæti gert ríkið nánast skuldlaust og tækifæri er til að greiða inn á lífeyrisskuldbindingar. Nauðsynlegt er að auka hvatann til þess að fjármunir fari úr landi á móti öllu því innstreymi sem nú er. Lækkun vaxta hjálpar til, en Seðlabankinn mun varla stíga slíkt skref nema að fyrir liggi að ríkisfjármálin séu tekin föstum tökum. Nýkjörið Alþingi verður að sýna ábyrgð og reka ríkissjóð með afgangi. Ekki skal lítið úr því gert að á ýmsum sviðum hafa málaflokkar verið sveltir og uppsafnaða þörf má finna í mikilvægum stoðum samfélagsins eins og heilbrigðiskerfi, menntakerfi og í samgöngum. Upplegg fjármálafrumvarpsins eins og það lítur út er skynsamlegt, þótt deila megi um forgangsröðun ýmissa þátta. Það er pólitískt úrlausnarefni fyrir nýtt þing að leysa. Mikilvægast er samt að sú umræða verði innan þess útgjaldaramma sem lagt hefur verið upp með. Krafa um aukin ríkisútgjöld við þessar kringumstæður er því miður óábyrg og mun koma í bakið á okkur. Í núverandi stöðu eru mikil tækifæri til að tryggja langtímahagsæld. Freistnivandi stjórnmála í miklum hagvexti er mikill og sagan sýnir að erfitt er að halda aftur af útgjöldum. Sagan sýnir líka að takist það ekki verður afleiðingin hörð lending hagkerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Hafliði Helgason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Fjárlagafrumvarpið er lagt fram við sérstakar aðstæður þar sem sú ríkisstjórn sem leggur það fram hefur ekki þingmeirihluta. Við þær kringumstæður mun reyna talsvert á þingið. Frumvarpið er lagt fram við þær kringumstæður að nýjar hagtölur sýna meiri vöxt en spár höfðu gert ráð fyrir. Hærri hagvaxtartölur minnka líkur á því að Seðlabankinn lækki vexti nú í desember, auk þess sem óvissa um endanlega útgáfu fjárlaga hlýtur að hafa sömu áhrif. Enda þótt Seðlabankinn hafi tök á að hindra innflutning gjaldeyris vegna vaxtamunarviðskipta, þá getur hann ekki komið í veg fyrir að innlendir aðilar stundi þau í raun með þeim hætti að halda inni í landinu fjármunum sem annars færu í erlendar fjárfestingar. Í Markaðnum í fyrradag var rætt við Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem hefur eins og fleiri nokkrar áhyggjur af því að hröð styrking krónunnar muni bitna á langtímahagsæld þjóðarinnar. Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur. Samkeppnishæfni annarra greina en ferðaþjónustu fer hratt minnkandi vegna launakostnaðar mælds í erlendri mynt. Enginn veit svo hver eru sársaukamörk ferðaþjónustunnar sjálfrar og í framhaldinu hvert getur verið langtíma jafnvægisgengi krónunnar. Ísland tekst nú á við algjörlega ný vandamál í hagstjórn. Hagvöxtur er margfaldur á við nágrannalönd og nettó staða við útlönd er jákvæð um 60 milljarða og líklegt að hún eigi eftir að batna enn. Sala eigna gæti gert ríkið nánast skuldlaust og tækifæri er til að greiða inn á lífeyrisskuldbindingar. Nauðsynlegt er að auka hvatann til þess að fjármunir fari úr landi á móti öllu því innstreymi sem nú er. Lækkun vaxta hjálpar til, en Seðlabankinn mun varla stíga slíkt skref nema að fyrir liggi að ríkisfjármálin séu tekin föstum tökum. Nýkjörið Alþingi verður að sýna ábyrgð og reka ríkissjóð með afgangi. Ekki skal lítið úr því gert að á ýmsum sviðum hafa málaflokkar verið sveltir og uppsafnaða þörf má finna í mikilvægum stoðum samfélagsins eins og heilbrigðiskerfi, menntakerfi og í samgöngum. Upplegg fjármálafrumvarpsins eins og það lítur út er skynsamlegt, þótt deila megi um forgangsröðun ýmissa þátta. Það er pólitískt úrlausnarefni fyrir nýtt þing að leysa. Mikilvægast er samt að sú umræða verði innan þess útgjaldaramma sem lagt hefur verið upp með. Krafa um aukin ríkisútgjöld við þessar kringumstæður er því miður óábyrg og mun koma í bakið á okkur. Í núverandi stöðu eru mikil tækifæri til að tryggja langtímahagsæld. Freistnivandi stjórnmála í miklum hagvexti er mikill og sagan sýnir að erfitt er að halda aftur af útgjöldum. Sagan sýnir líka að takist það ekki verður afleiðingin hörð lending hagkerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun