Ríkið þyrst í vodkann Þorgeir Helgason skrifar 9. desember 2016 07:00 Áfengisgjald á sterku áfengi hefur nánast tvöfaldast frá hruni. Ríkið mun taka í sinn hlut 94 prósent af verði vodkaflösku úr Vínbúðinni í formi áfengisgjalds, skilagjalds, virðisaukaskatts og álagningar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta kemur fram í samantekt Félags atvinnurekenda á verðlagningu áfengis hér á landi með tilliti til boðaðra hækkana í fjárlagafrumvarpinu.„Þessi staða hér á innlendum markaði er með ólíkindum. Ég efast um að fólk hafi hugmyndaflug í að átta sig á því að það sé að greiða 94 prósent af verðinu til ríkisins þegar það kaupir vodkaflösku úti í búð,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar þau langhæstu í Evrópu og stefnt er að því að hækka þau enn frekar eða um 4,7 prósent í fjárlagafrumvarpi ársins 2017. „Þetta er tíunda hækkun áfengisgjalda frá hruni. Á þeim tíma hafa þau rúmlega tvöfaldast. Eru engin takmörk fyrir því hversu langt stjórnvöld telja sig geta gengið í skattlagningu á einni neysluvöru?“ spyr Ólafur. Fyrir hrun voru áfengisgjöld á Íslandi þau hæstu í Evrópu. Með veikingu íslensku krónunnar eftir hrun breyttist staðan og áfengi varð dýrast í Noregi. Breytingin á gjöldunum um áramótin auk styrkingar krónunnar mun hins vegar hafa í för með sér að áfengisgjöld verða helmingi hærri hér á landi en í Noregi. Álagning ÁTVR á áfengi sem inniheldur 22 prósent vínanda eða meira er tólf prósent. Virðisaukaskatturinn er ellefu prósent og áfengisgjaldið um 145 krónur á hvert prósent vínanda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.VísirÞað þýðir að þegar hækkun á áfengisgjöldum tekur gildi um áramótin renna 94 prósent af 7.300 króna vodkaflösku í ríkissjóð. Áfengisgjaldið af flöskunni eru rúmar 5.400 krónur, virðisaukaskattur um 700 krónur, álagning ÁTVR um 700 krónur og skilagjald 20 krónur. Hlutur framleiðandans er hins vegar aðeins um 434 krónur. „Hugmyndaauðgi stjórnmálamannanna okkar í hvernig hægt sé að skattpína neytendur áfengis er alveg ótrúleg. Skattlagning á áfengi er augljóslega komin út úr öllu korti þegar neytandinn er farinn að greiða um og yfir 90% af verðinu í ríkissjóð,“ segir Ólafur. Hann skorar á nýtt þing að samþykkja ekki þessa vitleysu og vinda fremur ofan af þessum ofursköttum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Ríkið mun taka í sinn hlut 94 prósent af verði vodkaflösku úr Vínbúðinni í formi áfengisgjalds, skilagjalds, virðisaukaskatts og álagningar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta kemur fram í samantekt Félags atvinnurekenda á verðlagningu áfengis hér á landi með tilliti til boðaðra hækkana í fjárlagafrumvarpinu.„Þessi staða hér á innlendum markaði er með ólíkindum. Ég efast um að fólk hafi hugmyndaflug í að átta sig á því að það sé að greiða 94 prósent af verðinu til ríkisins þegar það kaupir vodkaflösku úti í búð,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar þau langhæstu í Evrópu og stefnt er að því að hækka þau enn frekar eða um 4,7 prósent í fjárlagafrumvarpi ársins 2017. „Þetta er tíunda hækkun áfengisgjalda frá hruni. Á þeim tíma hafa þau rúmlega tvöfaldast. Eru engin takmörk fyrir því hversu langt stjórnvöld telja sig geta gengið í skattlagningu á einni neysluvöru?“ spyr Ólafur. Fyrir hrun voru áfengisgjöld á Íslandi þau hæstu í Evrópu. Með veikingu íslensku krónunnar eftir hrun breyttist staðan og áfengi varð dýrast í Noregi. Breytingin á gjöldunum um áramótin auk styrkingar krónunnar mun hins vegar hafa í för með sér að áfengisgjöld verða helmingi hærri hér á landi en í Noregi. Álagning ÁTVR á áfengi sem inniheldur 22 prósent vínanda eða meira er tólf prósent. Virðisaukaskatturinn er ellefu prósent og áfengisgjaldið um 145 krónur á hvert prósent vínanda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.VísirÞað þýðir að þegar hækkun á áfengisgjöldum tekur gildi um áramótin renna 94 prósent af 7.300 króna vodkaflösku í ríkissjóð. Áfengisgjaldið af flöskunni eru rúmar 5.400 krónur, virðisaukaskattur um 700 krónur, álagning ÁTVR um 700 krónur og skilagjald 20 krónur. Hlutur framleiðandans er hins vegar aðeins um 434 krónur. „Hugmyndaauðgi stjórnmálamannanna okkar í hvernig hægt sé að skattpína neytendur áfengis er alveg ótrúleg. Skattlagning á áfengi er augljóslega komin út úr öllu korti þegar neytandinn er farinn að greiða um og yfir 90% af verðinu í ríkissjóð,“ segir Ólafur. Hann skorar á nýtt þing að samþykkja ekki þessa vitleysu og vinda fremur ofan af þessum ofursköttum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira