Leið eins og rokkstjörnu á Sólheimum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2016 07:00 Guðni, Eliza og Pétur Sveinbjarnarson fá sér lambakjöt og grænmeti af grillinu. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima í gær. Kynntust þau þar hverfinu, íbúum þess og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Heimsóknin var sú fyrsta hjá forsetahjónunum en Guðni tók við embætti á mánudag.Reynir Pétur Steinunnarson heldur á íslenska fánanum á meðan tekið er á móti Guðna og Elizu.vísir/gvaFánar voru á lofti og íbúar höfðu stillt sér upp sitt hvorum megin við gangstéttina þegar forsetann bar að garði. Forsetahjónin heilsuðu öllum og héldu þaðan í Sesseljuhús þar sem Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, flutti fyrirlestur um samfélagið sjálfbæra. Þá skoðuðu forsetahjónin einnig listaverk, gróðurhús og margt fleira. Þegar fjöldi manns vildi taka myndir af sér með Guðna sagði hann að sér liði eins og rokkstjörnu. Reynir Pétur Steinunnarson, íbúi og starfsmaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, segir að sér lítist einkar vel á Guðna og Elizu. „Þetta er mikill heiður. Þetta er fyrsta opinbera heimsóknin,“ segir Reynir Pétur. Pétur Sveinbjarnarson sýnir Elizu og Guðna listaverk eftir íbúa.Þeir Pétur og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segjast einkar ánægðir með að Sólheimar séu fyrsti staðurinn sem forsetinn heimsækir. „Þetta gefur birtu inn í hjartað,“ segir Guðmundur og bætir því við að heimsóknin sé mikill heiður. Guðni segir sjálfur að heimsóknin hafi verið skipulögð stuttu eftir að hann náði kjöri. „Mig langaði til þess að fara hingað. Ég vildi vekja athygli á því góða starfi sem er unnið hérna og ég vissi að hvert sem maður fer í þessu embætti, þá vekur það athygli,“ segir Guðni. Hann segir margt mega læra af samfélaginu á Sólheimum.Valdimar Ingi Guðmundsson, forstöðumaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, sýnir Guðna og Elizu tómata. Um átján tonn eru framleidd af tómötum þar ár hvert.„Samhjálp og sjálfbærni. Þetta eru stundum innantómir frasar en hér sjáum við hvað hægt er að gera í verki,“ segir Guðni. Hann segist vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir umhverfisvernd en hann breyti engu einn síns liðs. Sjálfbærni segist hann vilja auka í okkar samfélagi og samhjálpina einnig. „Hér eru eru íbúar sem þurfa á smá aðstoð að halda til þess að líða vel og til þess að ná að sýna hvað í þeim býr og hér er fólk sem er boðið og búið til að aðstoða við það. Hér sjáum við í verki hvað hægt er að gera þegar við stöndum saman.“ Guðni segir fleiri heimsóknir á hina ýmsu staði, sem og móttökur gesta, á döfinni. „Svo kemur pólitíkin líka og setur svip sinn á atburðarásina frá degi til dags,“ segir hann. Aðspurður hvort kosið verði í haust segir Guðni: „Kosið í haust, miðað við það sem allir hafa sagt frá því í vor, eða nánast allir.“ Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Að neðan má sjá svipmyndir frá heimsókn forsetahjónanna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima í gær. Kynntust þau þar hverfinu, íbúum þess og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Heimsóknin var sú fyrsta hjá forsetahjónunum en Guðni tók við embætti á mánudag.Reynir Pétur Steinunnarson heldur á íslenska fánanum á meðan tekið er á móti Guðna og Elizu.vísir/gvaFánar voru á lofti og íbúar höfðu stillt sér upp sitt hvorum megin við gangstéttina þegar forsetann bar að garði. Forsetahjónin heilsuðu öllum og héldu þaðan í Sesseljuhús þar sem Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, flutti fyrirlestur um samfélagið sjálfbæra. Þá skoðuðu forsetahjónin einnig listaverk, gróðurhús og margt fleira. Þegar fjöldi manns vildi taka myndir af sér með Guðna sagði hann að sér liði eins og rokkstjörnu. Reynir Pétur Steinunnarson, íbúi og starfsmaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, segir að sér lítist einkar vel á Guðna og Elizu. „Þetta er mikill heiður. Þetta er fyrsta opinbera heimsóknin,“ segir Reynir Pétur. Pétur Sveinbjarnarson sýnir Elizu og Guðna listaverk eftir íbúa.Þeir Pétur og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segjast einkar ánægðir með að Sólheimar séu fyrsti staðurinn sem forsetinn heimsækir. „Þetta gefur birtu inn í hjartað,“ segir Guðmundur og bætir því við að heimsóknin sé mikill heiður. Guðni segir sjálfur að heimsóknin hafi verið skipulögð stuttu eftir að hann náði kjöri. „Mig langaði til þess að fara hingað. Ég vildi vekja athygli á því góða starfi sem er unnið hérna og ég vissi að hvert sem maður fer í þessu embætti, þá vekur það athygli,“ segir Guðni. Hann segir margt mega læra af samfélaginu á Sólheimum.Valdimar Ingi Guðmundsson, forstöðumaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, sýnir Guðna og Elizu tómata. Um átján tonn eru framleidd af tómötum þar ár hvert.„Samhjálp og sjálfbærni. Þetta eru stundum innantómir frasar en hér sjáum við hvað hægt er að gera í verki,“ segir Guðni. Hann segist vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir umhverfisvernd en hann breyti engu einn síns liðs. Sjálfbærni segist hann vilja auka í okkar samfélagi og samhjálpina einnig. „Hér eru eru íbúar sem þurfa á smá aðstoð að halda til þess að líða vel og til þess að ná að sýna hvað í þeim býr og hér er fólk sem er boðið og búið til að aðstoða við það. Hér sjáum við í verki hvað hægt er að gera þegar við stöndum saman.“ Guðni segir fleiri heimsóknir á hina ýmsu staði, sem og móttökur gesta, á döfinni. „Svo kemur pólitíkin líka og setur svip sinn á atburðarásina frá degi til dags,“ segir hann. Aðspurður hvort kosið verði í haust segir Guðni: „Kosið í haust, miðað við það sem allir hafa sagt frá því í vor, eða nánast allir.“ Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Að neðan má sjá svipmyndir frá heimsókn forsetahjónanna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira