

Fiskeldi í sjókvíum - Ný stóriðja í fjörðum og flóum
Í hönd fara kosningar. Stjórnmálamenn og aðrir „athafnamenn“ flíka stórum tölum í fréttum framan í langeygt landsbyggðarfólk; „50 milljarða framleiðsla á Vestfjörðum.“ Hver hafnar slíkum bjargráðum?
Landsamband stangveiðifélaga hélt málþing í Háskólabíó 14. apríl sl. um neikvæð áhrif sjókvíaeldis. Annar höfunda þessa pistils (ESF, vinnur nú að doktorsritgerð við HÍ um vistfræði bleikju) var þar með framsöguerindi. Málþingið markaði kannski upphaf almennrar krítískrar umræðu hérlendis um það sem varast ber í þessum efnum.
Lítið fór þó fyrir framhaldinu þar til seint í haust að kvisaðist að regnbogasilungur í tugatali hefði veiðst í ám umhverfis landið í sumar. Slíkt eldi fer nú fram á Vest- og Austfjörðum en engar tilkynningar höfðu borist frá viðkomandi fyrirtækjum um að fiskur hefði sloppið. Þá var sem margir vöknuðu af værum svefni. Skrif og fréttir fóru að birtast um hætturnar á þessari vegferð. Eldismenn hafa brugðist við og sagst vilja rannsaka mál til hins ýtrasta. Ekkert virðist þó eiga að slá af ferðinni varðandi uppbygginguna heldur halda á fullu inn í skaflinn.
Ætlum við ekkert að læra af reynslu annarra þjóða? Í Alaska er allt fiskeldi í sjó bannað vegna neikvæðra náttúruáhrifa en klak og seiðaeldi innlendra náttúrulegra tegunda leyft. Írar eru, af sömu ástæðu, í óða önn að skera verulega niður áætlanir um fiskeldi. Norðmenn eru komnir í djúpan skít þar sem 65% af 120 náttúrulegum laxastofnum landsins eru orðnir erfðamengaðir af eldislaxi og norska vísindasamfélagið hamast við að finna lausnir til mótvægis við neikvæð náttúruáhrif, með takmörkuðum árangri.
Eldisleyfi á færibandi
Á þessum misserum virðist stjórnsýslan unga út eldisleyfum á færibandi – fyrir smápening – byggðum á eins konar fjölsíðna excel-skýrslum, oft unnum af fólki með litla sem enga líffræðiþekkingu. Þannig fær sjö milljóna fiska eldi af framandi stofnum í sjókvíum grænt ljós í mati á umhverfisáhrifum, byggt á skýrslu sem gerð er af arkitektafyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir eru landslagsarkitekt og jarðfræðingur. Óhæfa þætti ef hér fengjust viðamikil sauðnautaeldisleyfi, hvað þá án aðkomu dýralækna.
Lágt verð leyfanna virðist einnig opna fyrir það að braskarar séu farnir af stað enda erlendir peningar í lítt mældum mæli í boði.
Gagnstætt því sem margir kunna að halda eru það ekki einungis villtir laxastofnar og „hobbý“ fárra útvaldra sem í hættu er. Sjókvíeldið ógnar einnig göngustofnum bleikju og urriða og tómstundaiðja þeirra ríflega 70 þús. landsmanna sem stunda veiðar á vatnafiski. Stangveiðiferðamennskan er alvöru atvinnugrein með 20 milljarða veltu og líklega best borgandi hluti íslenskrar ferðaþjónustu. Megnið af þeirri veltu verður eftir hér á landi og langstærstur hlutinn utan höfuðborgarinnar. Fuglastofnum (æðarfugl) gæti og verið hætta búin.
Í síðari hluta þessarar greinar sem birtast mun fljótlega verður reynt að gera birtingarmynd hinna neikvæðu áhrifa þessarar stóriðju frekari skil.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð?
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar