Erlent

Dómari úrskurðar að Brendan Dassey skuli tafarlaust sleppt úr haldi

Atli Ísleifsson skrifar
Steven Avery og Brendan Dassey.
Steven Avery og Brendan Dassey.
Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að Brendan Dassey, sem kom fyrir í þáttunum Making a Murderer, skuli tafarlaust sleppt úr haldi.

Dómstóll felldi í sumar úr gildi lífstíðardóm yfir Dassey sem dæmdur var fyrir morðið á Teresa Halbach, 25 ára ljósmyndara, árið 2005. Saksóknarar hafa áfrýjað ákvörðun dómstólsins.

Frændi hins 27 ára Dassey, Steven Avery, situr enn inni fyrir sama morð, en hann hlaut einnig lífstíðardóm. Dassey var sextán ára á þeim tíma sem Halback var myrt.

Í frétt BBC segir að dómarinn William Duffin hafi úrskurðað að Dassey skuli sleppt á meðan málið hefur sinn gang í réttarkerfinu, en að eftirlit skuli haft með honum.

Dassey þarf að greina yfirvöldum frá því eigi síðar en á morgun hvar hann ætli sér að dvelja, nú þegar honum hefur verið sleppt. Þá er honum meinað að vera í samskiptum við fjölskyldu Halback og frænda sinn Avery.

Mál Dassey og Avery hefur vakið gríðarlega athygli eftir sýningu Making a Murderer. Þættirnir voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum og hafa vakið heimsathygli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×