Innlent

Varað við stormi á morgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Veðurstofan varar við stormi, eða meira en 20 metrum á sekúndu, sunnan- og vestanlands um tíma á morgun.
Veðurstofan varar við stormi, eða meira en 20 metrum á sekúndu, sunnan- og vestanlands um tíma á morgun. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan varar við stormi, eða meira en 20 metrum á sekúndu, sunnan- og vestanlands um tíma á morgun. Gert er ráð fyrir að hvasst verði í éljum og að vindur geti þá náð allt að 23 metrum á sekúndu, en dúri allvel á milli, að því er segir á vef Veðurstofunnar.

Frá og með miðvikudegi á að snúast til norðlægrar áttar með kólnandi veðri og ofankomu fyrir norðan og útlit er fyrir stórhríð um landið norðanvert á fimmtudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Norðan og norðvestan 8-18 m/s, hvassast á annesjum NV-til. Snjókoma eða él um landið N-vert, en yfirleitt bjart og þurrt syðra. Frost 1 til 5 stig, en víða frostlaust við ströndina.

Á fimmtudag:

Norðan stórhríð, en úrkomulítið S-lands. Vestlægari seinnipatinn. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Ákveðin norðlæg átt með snjókomu eða éljum N-til, en slyddu og jafnvel rigning við ströndina. Bjart með köflum syðra. Vægt frost til landsins, en annars 0 til 3 stiga hiti.

Á laugardag og sunnudag:

Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með með éljum fyrir norðan, en bjart með köflum syðra. Víða frostlaust við ströndina, en annars vægt frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×