Wayne Rooney hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla.
Rooney verður því ekki með Englendingum í vináttulandsleiknum gegn Spánverjum á Wembley á morgun og óvíst er hvort hann geti spilað með Manchester United í stórleiknum gegn Arsenal á laugardaginn.
Rooney meiddist á hné og missti af æfingu í dag. Vinstri bakvörðurinn Ryan Bertrand gat heldur ekki verið með á æfingunni í dag vegna meiðsla.
Jordan Henderson mun bera fyrirliðabandið hjá Englandi gegn Spáni í fjarveru Rooneys.
Óvíst hvort Rooney verði með gegn Arsenal
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn

Fótboltamaður lést í upphitun
Fótbolti

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti




Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

Chelsea upp í fjórða sætið
Enski boltinn

„Vilja allir spila fyrir Man United“
Enski boltinn