Innlent

Ungmenni dæmt fyrir ofsaakstur: Ók á 185 km/klst í Héðinsfjarðargöngum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Héðinsfjarðargöng eru svo til þráðbein í um ellefu kílómetra.
Héðinsfjarðargöng eru svo til þráðbein í um ellefu kílómetra. vísir/friðrik þór
Rúmlega tvítugur karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra sakfelldur fyrir hraðakstur. Sjálfvirk myndavél í Héðinsfjarðargöngunum mældi manninn á 191 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði í göngunum er 70 km/klst.

Ökumaðurinn játaði því að hafa ekið bifreiðinni umrætt sinn en taldi sig ekki hafa ekið henni hraðar en rétt rúmlega 70 km/klst. Taldi hann að myndavélin hefði verið biluð. Með hliðsjón af framburði vitna og niðurstöðu dómkvaddra matsmanna féllst dómari málsins ekki á það.

Maðurinn, sem er fæddur 1994, hefur áður gerst brotlegur við lög. Með tilliti til vikmarka var refsing hans miðuð við 185 km/klst. Honum var gert að greiða 185 þúsund krónur í sekt en sæta ella fangelsi í þrettán daga. Þá var hann sviptur ökuleyfi í fimm mánuði.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×