Handbolti

Jón Gunnlaugur tekur við HK-liðinu af Bjarka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Gunnlaugur Viggósson og Alexander Arnarsson hjá sjójrn Handknattleiksdeildar HK.
Jón Gunnlaugur Viggósson og Alexander Arnarsson hjá sjójrn Handknattleiksdeildar HK. Mynd/HK.is
Jón Gunnlaugur Viggósson var í kvöld ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá HK til næstu tveggja ára. Jón Gunnlaugur fékk stöðuhækkun hjá HK en hann var aðstoðarþjálfari Bjarka Sigurðssonar í vetur.

Bjarki Sigurðsson hætti með HK-liðið eftir tveggja ára starf en HK féll úr deildinni í fyrra og náði síðan aðeins fimmta sætinu í 1.deild karla í vetur.

Tímabilið er þó ekki búið hjá HK þótt að deildarkeppnin sé að baki. Framundan er úrslitakeppni um laust sæti í Olís-deildinni þar sem HK mætir Fjölni.

Jón Gunnlaugur ætti að þekkja vel til HK-liðsins eftir veturinn en auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokksins þá var hann þjálfari 2. flokksliðsins.

„Þetta er spennandi verkefni sem ég hlakka mikið til að takast á við.  Við ætlum að byggja þetta áfram upp á okkar leikmönnum sem hafa tekið stór skref í vetur fram á við.  Það má samt ekki gleymast að við erum komnir í úrslitakeppni um laust sæti I úrvalsdeild og þar getur allt gerst," sagði Jón Gunnlaugur í samtali við HK.is.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×