Það er gefandi að starfa í þessum aldna helgidómi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2016 14:15 Laufey segir starf kirkjuhaldara í Dómkirkjunni það skemmtilegasta sem hún hafi unnið. Fréttablaðið/GVA Dómkirkjan á 220 ára vígsluafmæli á morgun og hefur fagnað því allan þennan mánuð. Við hátíðaguðsþjónustu klukkan 11 predikar sr. Þórir Stephensen þar og fyrrverandi prestar, þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, þjóna ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar býður upp á messukaffi á eftir. Á mánudagskvöldið verður þar svo sálmasyrpa undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Laufey Böðvarsdóttir sem ólst upp á kirkjustaðnum Búrfelli í Grímsnesi sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í nokkur ár áður en hún gerðist þar kirkjuhaldari. Hún segir gefandi og skemmtilegt að starfa í þessum aldna og fagra helgidómi. En hvert er hlutverk kirkjuhaldara? „Ég sé um það veraldlega en prestarnir það andlega,“ útskýrir hún. „Er með fjármálin á minni könnu og sé um viðhald kirkjunnar og safnaðarheimilisins, hvort tveggja eru merkilegar byggingar og ég fæ fagmenn í viðgerðir. Það reynir á að allt gangi upp, hér eru útvarpsupptökur, prestsvígslur og prósessíur. Þetta er höfuðkirkjan og hún þarf að halda í sínar gömlu, góðu hefðir. Svo er ég með prestunum að skipuleggja starfið, þannig að þetta er mjög fjölbreytt vinna og sú skemmtilegasta sem ég hef unnið.“ Laufey segir úrvals starfsfólk í Dómkirkjunni, bæði lært og leikt. „Hér er einhuga og góð sóknarnefnd og fórnfúsir sjálfboðaliðar af báðum kynjum sem leggjast á eitt við að efla safnaðarstarfið.“ Hún nefnir sem dæmi Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjunni sem var stofnuð 1930 og hefur í áranna rás „lagt til ófá handtök, öll unnin af kærleika“, eins og hún orðar það. Getur þess líka að konur sem ekki séu í nefndinni komi færandi hendi þegar messukaffi er á borð borið. Saga Dómkirkjunnar er Laufeyju hugleikin. „Þetta hús geymir mikla sögu, bæði í gleði og sorg og mér finnst mikilvægt að hún gleymist ekki. Slökkvilið borgarinnar hafði til dæmis aðsetur í skrúðhúsinu í áratugi og því héldum við slökkviliðsmessu um daginn. Starfsmenn liðsins lásu ritningarlestra, þetta var mjög falleg stund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016. Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
Dómkirkjan á 220 ára vígsluafmæli á morgun og hefur fagnað því allan þennan mánuð. Við hátíðaguðsþjónustu klukkan 11 predikar sr. Þórir Stephensen þar og fyrrverandi prestar, þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, þjóna ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar býður upp á messukaffi á eftir. Á mánudagskvöldið verður þar svo sálmasyrpa undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Laufey Böðvarsdóttir sem ólst upp á kirkjustaðnum Búrfelli í Grímsnesi sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í nokkur ár áður en hún gerðist þar kirkjuhaldari. Hún segir gefandi og skemmtilegt að starfa í þessum aldna og fagra helgidómi. En hvert er hlutverk kirkjuhaldara? „Ég sé um það veraldlega en prestarnir það andlega,“ útskýrir hún. „Er með fjármálin á minni könnu og sé um viðhald kirkjunnar og safnaðarheimilisins, hvort tveggja eru merkilegar byggingar og ég fæ fagmenn í viðgerðir. Það reynir á að allt gangi upp, hér eru útvarpsupptökur, prestsvígslur og prósessíur. Þetta er höfuðkirkjan og hún þarf að halda í sínar gömlu, góðu hefðir. Svo er ég með prestunum að skipuleggja starfið, þannig að þetta er mjög fjölbreytt vinna og sú skemmtilegasta sem ég hef unnið.“ Laufey segir úrvals starfsfólk í Dómkirkjunni, bæði lært og leikt. „Hér er einhuga og góð sóknarnefnd og fórnfúsir sjálfboðaliðar af báðum kynjum sem leggjast á eitt við að efla safnaðarstarfið.“ Hún nefnir sem dæmi Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjunni sem var stofnuð 1930 og hefur í áranna rás „lagt til ófá handtök, öll unnin af kærleika“, eins og hún orðar það. Getur þess líka að konur sem ekki séu í nefndinni komi færandi hendi þegar messukaffi er á borð borið. Saga Dómkirkjunnar er Laufeyju hugleikin. „Þetta hús geymir mikla sögu, bæði í gleði og sorg og mér finnst mikilvægt að hún gleymist ekki. Slökkvilið borgarinnar hafði til dæmis aðsetur í skrúðhúsinu í áratugi og því héldum við slökkviliðsmessu um daginn. Starfsmenn liðsins lásu ritningarlestra, þetta var mjög falleg stund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016.
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira