Viðskipti innlent

Níu sagt upp störfum og stefnt að sölu blaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útgáfufélagið Birtíngur sagði í gær upp níu starfsmönnum. Karl Óskar Steinarsson framkvæmdastjóri segir að fólk í ólíkum störfum hafi misst vinnuna

„Við erum að bregðast við erfiðum rekstrarskilyrðum fjölmiðlafyrirtækja. Til dæmis miklum launahækkunum, með því að einfalda reksturinn og hagræða. Því miður þurfti að segja upp fólki og það er sársaukafullt en óhjákvæmilegt,“ segir hann.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er horft til enn frekari hagræðingaraðgerða. Meðal annars hafi verið rætt að selja út úr fyrirtækinu tímaritin Séð og heyrt, Nýtt Líf, Söguna alla og Júlíu. Karl Óskar vill ekkert staðfesta. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það í fyrirtækinu,“ segir hann.

Auk fyrrgreindra fjölmiðla á Birtíngur Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×