Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2016 23:08 „Þetta er betra en kannanir sýndu framan af en svipað og nýjasta könnun Gallup,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, aðspurð um sín viðbrögð við fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum fær Samfylking 7,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi, en 10,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum er Oddný inni, en hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Norðausturkjördæmi er kjördæmi Loga Más Einarssonar, varaformanns flokksins. Ljóst er að Samfylking missir mikið fylgi frá fyrri kosningum. Oddný lagði áherslu á að þetta séu fyrstu tölur og að ekki skuli dæma út frá þeim. „Við sjáum hvað setur.“ Oddný viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. „Samfylkingin var búin til um fallega, stóra hugsjón og hún er ekki farin frá okkur.“ Hún segir þó stóru tíðindin vera að ríkisstjórnin er fallinn og stjórnarandstaðan með meirihluta. Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi fær flokkurinn 5,3 prósent sem þýðir að Árni Páll Árnason, oddviti flokksins í kjördæminu og fyrrverandi formaður, missir sæti sitt á þingi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær flokkurinn 5,5 prósent atkvæða, sem þýðir að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, missir þingsæti sitt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Þetta er betra en kannanir sýndu framan af en svipað og nýjasta könnun Gallup,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, aðspurð um sín viðbrögð við fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum fær Samfylking 7,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi, en 10,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum er Oddný inni, en hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Norðausturkjördæmi er kjördæmi Loga Más Einarssonar, varaformanns flokksins. Ljóst er að Samfylking missir mikið fylgi frá fyrri kosningum. Oddný lagði áherslu á að þetta séu fyrstu tölur og að ekki skuli dæma út frá þeim. „Við sjáum hvað setur.“ Oddný viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. „Samfylkingin var búin til um fallega, stóra hugsjón og hún er ekki farin frá okkur.“ Hún segir þó stóru tíðindin vera að ríkisstjórnin er fallinn og stjórnarandstaðan með meirihluta. Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi fær flokkurinn 5,3 prósent sem þýðir að Árni Páll Árnason, oddviti flokksins í kjördæminu og fyrrverandi formaður, missir sæti sitt á þingi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær flokkurinn 5,5 prósent atkvæða, sem þýðir að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, missir þingsæti sitt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03