Innlent

Komast á netið frá öryggisdeild

Þorgeir Helgason skrifar
Fangar á öryggisdeild Litla-hrauns fá að fara á internetið undir eftirliti.
Fangar á öryggisdeild Litla-hrauns fá að fara á internetið undir eftirliti. Vísir/Vilhelm
Samkvæmt nýjum reglum Fangelsismálastofnunar ríkisins, sem tóku gildi fyrir helgi, geta fangar á öryggisdeild á Litla-Hrauni fengið að fara á internetið. Föngum annarra deilda fangelsisins hefur hingað til verið gefinn kostur á að fara á internetið undir eftirliti.

Á öryggisdeild eru vistaðir fangar sem gerst hafa sekir um alvarleg eða ítrekuð agabrot, eru taldir stefna öryggi fangelsisins í hættu eða geta ekki vistast með öðrum föngum vegna hegðunar sinnar.

Samkvæmt nýju reglunum getur forstöðumaður heimilað föngum á öryggisdeild aðgengi að nettengdri tölvu í sameiginlegu rými deildarinnar.

Mikið eftirlit er haft með föngum á öryggisdeild og eru til dæmis flest símtöl þeirra hleruð og þeim almennt ekki hleypt í útiveru með öðrum föngum fangelsisins.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×