Evra tók að sjálfsögðu þátt í Hrekkjuvökunni og birti í gær skemmtilegt myndband þar sem hann brá sér í gervi morðóðu brúðunnar Chucky.
Evra tekur nokkur dansspor í búningnum og „dab-ar“ eins og krakkarnir gera. Dansinn hans Evra má sjá hér að neðan.
Evra gekk til liðs við Juventus frá Manchester United sumarið 2014. Hann varð ítalskur meistari og bikarmeistari með Juventus 2015 og 2016.