Það eru afar litlar líkur á því að Aron Rafn Eðvarðsson geti spilað með íslenska landsliðinu í komandi landsleikjum í undankeppni EM.
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi HSÍ í dag að hann væri mjög svartsýnn á að Aron Rafn gæti spilað.
Sveinbjörn Pétursson var kallaður inn í hópinn í gær í stað Arons.
Björgvin Páll Gústavsson er óumdeilanlega markvörður númer eitt hjá landsliðinu og baráttan um hitt sætið stendur því á milli Sveinbjörns og hins unga Grétars Ara Guðjónssonar.
Geir sagði á fundinum í dag að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn um hvor þeirra yrði varamaður fyrir Björgvin Pál.
Það verður því barátta hjá Sveinbirni og Grétari á síðustu æfingum liðsins fyrir leikinn gegn Tékkum á miðvikudag.
Barátta um seinni markvarðarstöðuna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti




„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti
