Handbolti

Annar sigur meistarana í röð sem eru að rétta úr kútnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus og Jón Þorbjörn, leikmenn Hauka.
Janus og Jón Þorbjörn, leikmenn Hauka. vísir/eyþór
Haukar eru komnir á beinu brautina í Olís-deild karla, en Íslandsmeistararnir unnu sinn annan sigur í röð þegar þeir unnu Gróttu, 34-32, á Ásvöllum í dag.

Grótta byrjaði betur í dag og voru meðal annars 11-10 yfir, en þá snéru Haukarnir taflinu við. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og voru svo tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17.

Síðari hálfleikurinn var afar jafn og skemmtilegur. Haukarnir voru þó oftar en ekki með forystuna og leiddu með einu marki, 29-28, þegar stundarfjórðungur var eftir.

Þegar fjórar mínútur lifðu leiks var staðan jöfn, 32-32 og spennan gífurleg á Ásvöllum. Guðmundur Árni kom Haukum í 33-32 á 58. mínútu og Guðmundur innsiglaði svo sigurinn í 34-32 á síðustu mínútunni.

Daníel Þór Ingason var markahæstur hjá Haukunum með níu mörk, en Aron Dagur Pálsson skoraði átta mörk fyrir Gróttu.

Haukar eru nú komnir upp í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig, en Grótta er í níunda sætinu með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×